Skírnir - 01.09.2006, Page 137
leiðir hann til Guðs. Fyrsti þátturinn snýr að orði Guðs sem varð-
veitt er í ritningunni sem boðskapur en ekki bókstafur. Kenning-
in um bókstaflegan innblástur er sett fram til þess að árétta að ritn-
ingin er forsenda allrar guðfræði. Í annan stað er guðfræði fræðsla
um Guð sett fram á kerfisbundinn hátt sem felur í sér rétta og
hreina kenningu. Loks gegnir hún tilvistarlegu hlutverki fyrir
hinn trúaða, hún þjónar og vinnur að hjálpræði mannsins. Guð-
fræðingar lútherska rétttrúnaðarins gerðu sér vel ljóst að öll guð-
fræðiiðkun væri tilraun til að nálgast leyndardóm hjálpræðisins og
greindu því á milli jarðneskrar guðfræði og þeirrar þekkingar sem
opinberaðist mönnum við endurkomu Jesú Krists. Þekkingu
mannsins á Guði greindu þeir aftur á móti með tilliti til uppruna
hennar og því var gerður greinarmunur á náttúrlegri guðsþekk-
ingu (theologia naturalis) annars vegar og yfirnáttúrlegri guðs-
þekkingu (theologia supernaturalis) hins vegar. Sú síðarnefnda var
lögð að jöfnu við ritninguna og verður nú „guðfræði orðsins“ að
yfirhugtaki innan guðfræðinnar.14 Aðgreining Lúthers á lögmáli
og fagnaðarerindi er að mestu máð út undir yfirhugtakinu „opin-
berun“, en hún er lögð að jöfnu við ritninguna.15
Orðræða rétttrúnaðarins um hjálpræðið varð fyrir róttækri
gagnrýni af hálfu fulltrúa heittrúarstefnunnar og upplýsingar-
stefnunnar. Þeir fyrrnefndu lögðu áherslu á einfaldleika kenning-
arinnar og trúna sem persónubundinn veruleika, en fulltrúar upp-
lýsingarinnar leituðust við að finna þann siðferðilega grunn sem
öll trúarbrögð áttu að byggjast á. Með upplýsingunni kom fram
gagnrýnin biblíurýni sem sýndi að ritningin er sögulega skilyrt.
Með tilkomu vísindalegra sögurannsókna, þ.e. sögurýninnar (hi-
storisch-kritische Forschung), verða straumhvörf í samstæðilegri
guðfræði.16 Í kjölfar þeirra verður mönnum æ betur ljós sá mun-
ur sem er á þeim sögulegu aðstæðum sem rit Biblíunnar eru skrif-
er þörf á nýrri guðfræði? 383skírnir
14 Martin Honecker, Glaube als Grund christlicher Theologie, 28; Horst Georg
Pöhlmann, Abriß der Dogmatik. Ein Kompendium, 5. útg., Gütersloh 1990. 44.
15 Sigurjón Árni Eyjólfsson, Guðfræði Marteins Lúthers, Reykjavík 2000,
101–102.
16 Sigurjón Árni Eyjólfsson, Kristin siðfræði í sögu og samtíð, Reykjavík 2004,
94–104.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 383