Skírnir - 01.09.2006, Page 139
Guðfræðin skiptist í þrennt að mati Schleiermachers. Í fyrsta
lagi heimspekilega guðfræði (philosophische Theologie), en undir
hana fellur trúvarnarliðurinn (Apologetik og Polemik), í öðru lagi
sögulega guðfræði (historische Theologie), en undir hana fellur rit-
skýring, kirkjusaga, kenningasaga og samstæðileg guðfræði.22 Í
þriðja lagi kennimannlega guðfræði (praktische Theologie), en
undir hana fellur það sem snýr að safnaðarþjónustu og stjórn
kirkjunnar.23 Þessi þrískipting hefur að mestu haldist í guðfræði-
deildum háskóla.24 Þrískiptingin samsvarar að vissu leyti samsetn-
ingu samstæðilegrar guðfræði sem söguleg, kirkjuleg og menning-
arleg guðfræði.
Trúfræðin og sagan
Einn helsti guðfræðingur frjálslyndu guðfræðinnar svonefndu,
Ernst Troeltsch, segir að með tilkomu sögurýni hafi staða guð-
fræðinnar gjörbreyst. Um þetta fjallar hann í grein sinni „Die
Dogmatik der religionsgeschichtliche Schule“ frá 1913. Troeltsch
skilgreinir ekki trúarsögulegu stefnuna svonefndu (religions-
geschichtliche Schule) sem guðfræðilegan skóla heldur sem fræði-
heiti yfir þá söguvitund sem leiðir í ljós hversu afstæð öll gildi eru
og reglur innan trúarbragðanna. Gildin hafi mótast í sögunni fyrir
gagnkvæm áhrif. Þessi söguvitund og trúarsýn er afar mikilvæg
fyrir trúfræðina. Biblíurannsóknir hafa m.a. leitt mönnum fyrir
sjónir að ritningin er sögulega skilyrt og þannig hefur stoðunum
verið kippt undan hefðbundnum (yfirnáttúrulegum) ritningar- og
opinberunarskilningi. Sama á við um rannsóknir sem snúa að játn-
er þörf á nýrri guðfræði? 385skírnir
22 Þessa stöðu samstæðilegrar guðfræði í framsetningu Schleiermachers gagnrýn-
ir Tillich réttilega og finnur henni stað í trúarheimspeki sem trúvörn
(Apologetik). Sjá: Paul Tillich, Systematische Theologie, 1. bindi, 65.
23 Friedrich Schleiermacher, Kurze Darstellung des theologischen Studiums zum
Behuf einleitender Vorlesungen, 9–13, (§§ 23–31).
24 Nægir hér einungis að huga að verki Karls Barths, Einführung in die evang-
elische Theologie, 2. útg., Zürich 1962; Rudolf Bultmann, Theologische
Enzyklopädie Theologische Enzyklopädie, Tübingen 1984; Gerhard Ebeling,
Studium der Theologie. Eine enzyklopädische Orientierung, Tübingen 1975.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 385