Skírnir - 01.09.2006, Page 143
við eitt af grundvallareinkennum nútímans, vísindalega söguvit-
und.36 Auk þess viðheldur sögurýnin áherslu siðbótarinnar á ritn-
inguna og gagnrýna textavinnu sem henni eru samofin.
Loks vísar Ebeling á þá miklu möguleika sem sögurýnin veitir
trúfræðinni. „Þegar söguleg guðfræði á 19. öld er skoðuð kemur í
ljós að sögurýnin er afar mikilvæg, með henni var sigrast á alls
konar trúfræðilegri öfugþróun í upplýsingarstefnunni, þýsku
hughyggjunni, rómantíkinni og frjálslyndu guðfræðinni. Í stað
þess að brjóta niður, eins og óttast var að sögurýnin gerði, olli hún
því að menn komu auga á mikilvæga atburði og efni sem ríkjandi
guðfræði hafði lítið sinnt.“37 Sem dæmi um öfugþróun innan guð-
fræðinnar nefnir Ebeling kenninga- og kirkjudeildafestu, presta-
hyggju, frasaguðfræði og hvers konar einfaldanir í trúarlegum efn-
um.38
Troeltsch skilur að mestu á milli ritskýringar ritningarinnar,
guðfræðihefðarinnar og heimfærslunnar, en Ebeling tekst að tengja
þessa þætti. Ebeling skapar sögurýninni trúfræðilegan sess, gerir
hana að verkfæri trúfræðinnar. Þetta tekst honum með því að tengja
sögurýnina túlkunarfræðinni sem hefur það markmið að miðla
samtíðinni boðskap ritningarinnar. Ebeling bendir réttilega á að án
túlkunar eða ritskýringar verði það sem höfundum ritningarinnar
lá á hjarta þögninni að bráð. Þannig tekst honum að gera bæði
sögulegri og tilvistarlegri vídd trúarinnar skil. Karl Barth leitast aft-
ur á móti við að leysa þennan vanda með því að skipa bæði
sögurýni og túlkunarfræði undir opinberunarhugtakið. Hann
bindur trúfræðina við veruleika safnaðarins og kirkjunnar.
Trúfræðin og kirkjan
Karl Barth er sá guðfræðingur evangelískur sem leggur mesta
áherslu á kirkjulegt hlutverk trúfræðinnar. Í mörgum ritum sínum
gerir hann grein fyrir þessari afstöðu sinni. Ýtarleg umfjöllun er í
er þörf á nýrri guðfræði? 389skírnir
36 Sama rit, 33.
37 Sama rit, 47.
38 Sama rit, 49.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 389