Skírnir - 01.09.2006, Síða 144
Kirchliche Dogmatik I/1 frá 1932, en styttri og aðgengilegri útgáfa
er í ritum hans Dogmatik im Grundriss frá 1947, sérstaklega í bók-
inni Einführung in die evangelische Theologie frá 1962. Síðast-
nefnda ritið skrifaði Barth í meðvituðu uppgjöri við bók
Schleiermachers, Kurze Darstellung des theologischen Studiums,
sem fyrr er frá greint.39
Um vísindi og vísindaaðferðir hefur „mikið verið hugsað, tal-
að og skrifað“ segir Barth og leitast við að setja fram sína eigin
skilgreiningu. „Ég legg til að við skilgreinum vísindi sem tilraun til
að skilja og túlka, rannsókn og kenningu sem afmarkar sig við til-
tekið viðfangsefni eða svið.“40 Öll viðleitni mannsins til að skilja
mótast af viðfangsefni hans, persónum og aðstæðum. Barth bend-
ir á að hvorki vísindi né vísindakenningar falli af himnum ofan og
því séu ekki til neinar algildar kenningar, hvað þá algild vísindi.
Sumir fulltrúar positívismans virðast líta á vísindalega aðferð sem
opinberun. Þessi misskilningur stafar af því að náin tengsl „teor-
íu“ og „praxis“ eru ekki virt og að hvorugt er til í hreinni mynd.
Kenningin (teorían) tekur mið af starfinu í framsetningu sinni, og
starfið (praxis) er mótað af kenningum. Í trúfræðinni er tekið til-
lit til þessa þar sem rannsóknir og kenningar miðast við tiltekið
viðfangsefni og starfssvið. Viðfangsefnið og starfssviðið sem trú-
fræðin miðast við er boðun fagnaðarerindisins sem kirkjunni er
trúað fyrir.41 Trúfræðin er þar með hluti af veruleika kirkjunnar.
Hennar er að gera grein fyrir inntaki boðunarinnar með tilliti til
vísindalegrar þekkingar hverju sinni. Barth bendir á í þessu sam-
bandi að kirkjan er hluti af sögulegum veruleika sem mótar hana
á alla vegu og að boðunin er líka undir fallvaltleika sögunnar
sett.42 Kirkjan á að vera vettvangur þar sem orð Guðs hljómar, en
sigurjón árni eyjólfsson390 skírnir
39 Karl Barth, Einführung in die evangelische Theologie, 19. Öll helstu viðhorf
Barths koma fram í grein hans „Das Wort Gottes als Aufgabe der Theologie“
frá árinu 1922, en hana má lesa í Anfänge der dialektischen Theologie, 1. hluti,
4. útg., útg. Jürgen Moltmann 1977, 197–218.
40 Karl Barth, Dogmatik im Grundriss, 9.
41 Sama rit, 10.
42 „Kristin kirkja er ekki á himni, heldur á jörðu og er tímanleg.“ Karl Barth,
Dogmatik im Grundriss, 11.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 390