Skírnir - 01.09.2006, Page 145
framsetningin er aftur á móti mannanna verk. Í guðfræði hefur því
verið greint á milli þess hvaðan orðið kemur, uppruna þess í ritn-
ingunni, sem ritskýringin greinir, og þess hvernig eigi að koma því
til skila, en það er verkefni kennimannlegrar guðfræði. Trúfræðin
er þarna mitt á milli og spyr hvað eigi að hugsa og segja um orð-
ið.43 Verkefni trúfræðinnar er að rannsaka boðun kirkjunnar í ljósi
ritningarinnar og játninga kirkjunnar, en í þeim er dregið fram
inntak hennar. Þetta er gert í fullri vitund um það hve sögulega
skilyrt kirkjan er og kenning hennar.
Ólíkt Schleiermacher lítur Karl Barth svo á að viðfangsefni
guðfræðinnar sem vísindagreinar sé fyrst og fremst opinberun
Guðs en ekki kristinn átrúnaður almennt. Opinberun Guðs mæt-
ir manninum í orði. Orð Guðs er frumforsenda guðfræðilegrar
umræðu. Þessu veldur viðfangsefnið sjálft, Guð, en hann er veru-
leiki sem maðurinn getur ekki rannsakað eins og einhvern hluta
sköpunarinnar. Guð hefur bundið þekkinguna á sér við orðið og
þess vegna er guðfræðin bundin því. Barth greinir á milli þrenns
konar forms orðsins: (a) opinberaðs orðs, (b) hins ritaða orðs og
(c) hins boðaða orðs.44 Orð Guðs er því ekki ritningin í sjálfu sér
heldur fyrst og fremst Jesús Kristur og vitnisburðurinn um hann.
Barth nýtir sér þá afstöðu að orðið sé ávarp sem opni fyrir samtal
og stýri því. Guð opinberar sig í samtali orðsins. Hann starfar í
orðinu og í því er sáttmáli Guðs og manna fólginn. Barth bendir á
í þessu sambandi að guðfræðin sé andsvar mannsins við ávarpi
Guðs. Hann gerir því skýran greinarmun á kristinni guðfræði og
annars konar guðfræðiiðkun. Undir þá síðarnefndu falla önnur
trúarbrögð og annars konar hugmyndafræði.45
Þessi skilgreining Barths á guðfræðinni er mun skyldari skil-
greiningu Schleiermachers á verkefni guðfræðinnar en ætla mætti
við fyrstu sýn. Báðir hafa trúarsamfélagið að forsendu og veru-
leika þess, en Barth tengir þennan veruleika fullkomlega við orð-
ið.
er þörf á nýrri guðfræði? 391skírnir
43 Karl Barth, Dogmatik im Grundriss, 12–13.
44 Karl Barth, KD I/1, 112.
45 Karl Barth, Einführung in die evangelische Theologie, 10, 25.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 391