Skírnir - 01.09.2006, Page 146
Í trúfræði eru einkum þrjú atriði höfð að leiðarljósi að mati
Barths. (a) Tilvistarleg staða mannsins er í almennum skilningi
skoðuð í ljósi fagnaðarerindisins, (b) trúin er greind sérstaklega,
einkum hvernig Guð mætir manninum á vettvangi hennar og
hvernig maðurinn meðtekur atburð opinberunarinnar og játast
honum, (c) loks eru þessir tveir þættir, hið almenna og hið sér-
staka, tengdir saman með hjálp skynseminnar.46 Trúfræðin beitir
hjálpræðissögulegri orðræðu sem hún skilgreinir með endur-
sögn.47 Inntak hennar er Jesús Kristur en í honum rennur veru-
leiki manns og Guðs saman. Þessi staðreynd opinberunarinnar
veldur því að orðið „Theologia“ (fræðin um Guð; guð-fræði) á í
raun ekki við um viðfangsefni trúfræðinnar, heldur mun fremur
orðið „Theoanthropologie“, þ.e. guðfræðileg mannfræði.48
Sögurýni og túlkunarfræði gegna mikilvægu hlutverki í trú-
fræðinni. Barth leggur áherslu á mikilvægi ritningarinnar og telur
að skipta eigi guðfræðinni í tvo hluta út frá henni, annars vegar
meginmál, þ.e. ritninguna sjálfa, og hins vegar neðanmál,49 þ.e.
umfjöllun um hana. Hér þarf vitaskuld að greina á milli. Barth
segir að nauðsynlegt sé að lesa ritninguna vel „en á hinn bóginn
ætti enginn að telja sig svo innblásinn eða að öðru leyti gáfaðan
og vitran að hann geti tekist á við meginmálið af eigin rammleik
og sleppt öllum neðanmálsskýringum feðra okkar og systkina í
trúnni.“50 Barth fjallar síðan um tvær meginforsendur ritskýring-
arinnar, sú fyrri er að nota rannsóknaraðferðir sögurýninnar, síð-
ari forsendan er að virða ávarp textans. Ritskýringin verður að
sigurjón árni eyjólfsson392 skírnir
46 Sama rit, 13.
47 Sama rit, 31.
48 Sama rit, 18.
49 Gunnar Harðarson notar þessa þýðingu um hugtökin „Hauptgespräch“ og
„Nebengespräch“ (Karl Barth, Einführung in die evangelische Theologie, 190).
Sjá: Gunnar Harðarson, Hvað er guðfræði? — Fjórar greinar um eðli og hlut-
verk guðfræðinnar, Reykjavík 1997, 12. Sagt hefur verið um vestræna heim-
spekiiðkun að hún sé ekkert annað en neðanmálsgreinar við texta Platóns. Ef
til vill endurspeglar þýðing Gunnars þá kenningu.
50 Karl Barth, Einführung in die evangelische Theologie, 191. Ísl. þýðing: Gunn-
ar Harðarson, Hvað er guðfræði? — Fjórar greinar um eðli og hlutverk guð-
fræðinnar, 12.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 392