Skírnir - 01.09.2006, Síða 148
framsetninguna. Trúfræði hans myndar heildstætt kerfi og mót-
vægi við trúfræði Karls Barths. Markmið Tillichs er að tengja inn-
tak kristinnar boðunar við sjálfsvitund nútímamanna og gera það
skiljanlegt í menningarlegri umræðu samtímans.
Tillich er lærisveinn Schleiermachers í aðferðafræði sinni og
hann er að mörgu leyti trúr frjálslyndu guðfræðinni enda þótt hann
slái ýmsa varnagla við henni.54 Tillich finnur henni það helst til for-
áttu að tilvistartúlkun vegur ekki þungt innan hennar.55 Í því efni
fylgir hann díalektísku guðfræðinni að málum en hafnar eigi að
síður þeim skilningi hennar að á milli opinberunar Guðs og veru-
leika mannsins sé óbrúanleg gjá. Frumforsendan í guðfræði Tillichs
á rætur í kenningu Lúthers um réttlætingu af trú, nánar tiltekið
þeirri hugmynd að maðurinn sé hvort tveggja í senn réttlættur og
syndari (simul justus peccator).56 Í umfjöllun sinni leitast Tillich við
að færa réttlætingarkenningu siðbótarmannsins í búning sem höfð-
ar til samtímans. Hann túlkar hana í veruleika sem er fullur af þver-
stæðum og að því er virðist tilgangslaus, mótaður af tómhyggju og
guðleysi. Í þessari viðleitni á Tillich í samtali og uppgjöri við
menningararfleifð Vesturlanda þar sem ekkert er undan skilið,
hvorki svið menningar né lista, stjórnmála né vísinda.
Tillich skrifar trúfræði sína sem trúvörn og velur í samræmi við
það aðferðafræði samsvörunarinnar (Methode der Korrelation).57
Með henni dregur hann fram bæði spennuna og tengslin milli
þeirra spurninga sem tilvera mannsins vekur og svara við þeim í
boðun og táknmáli kirkjunnar.
Að mati Tillichs felst munurinn á almennum vísindum og guð-
fræði sem vísindagrein fyrst og fremst í ólíkum aðferðum. Jafnvel
sigurjón árni eyjólfsson394 skírnir
54 Dietz Lange, Glaubenslehre, 1. bindi, Tübingen 2001, 219.
55 Paul Tillich, Systematische Theologie, 1. bindi, 65.
56 Um þessi áhrif réttlætingarkenningarinnar hefur mikið verið ritað, sjá m.a. Al-
brecht Peters, Rechtfertigung. Handbuch Systematischer Theologie, 12. bindi,
Gütersloh 1984, 107–127, 112; Hermann Fischer, Systematische Theologie —
Konzepte und Probleme im 20. Jahrhundert, Stuttgart 1992, 150–157, 154;
Oswald Bayer, Theologie. Handbuch Systematischer Theologie, 1. bindi,
Gütersloh 1994, 185–280, 185–186; Sigurjón Árni Eyjólfsson, Guðfræði Mart-
eins Lúthers, Reykjavík 2000, 69–75.
57 Paul Tillich, Systematische Theologie, 1. bindi, 30–37, 73–80.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 394