Skírnir - 01.09.2006, Page 149
heimspekingurinn sem knúinn er áfram af ástríðu gagnvart við-
fangsefni sínu reynir „að halda fjærlægð við Veruna og veruleika
hennar. Hann leitast við að halda persónu-, félags- og söguaðstæð-
um sínum utan rannsóknar sinnar til þess að tryggja sem hlutlæg-
asta sýn á veruleikann.“ Í þessari viðleitni á hann samleið með
náttúruvísindum, sagnfræði, sálfræði o.s.frv.58 Guðfræðingurinn
er aftur á móti fangaður af viðfangsefninu og greinir það af
ástríðu, ótta og kærleika.59 Grundvallarafstaða guðfræðingsins á
að byggjast á tengslunum við kjarna þess sem lýst er. Með hlut-
lausri afstöðu væri sönnu eðli viðfangsefnisins hafnað. Afstaða
guðfræðingsins er því tilvistarleg.60 Hún ákvarðast af trúnni. „Ef
guðfræðingurinn fer úr þessari tilvistarstöðu, eins og nokkrir
hinna svokölluðu empirísku guðfræðinga gera, neyðist hann til að
setja fram setningar [vísindalegar guðfræðikenningar] sem enginn
meðtekur sem sannar, nema hann deili tilvistarstöðu empirískra
guðfræðinga. Guðfræðin er af nauðsyn tilvistarleg og engin guð-
fræði getur farið út fyrir þann guðfræðilega hring sem hún mynd-
ar.“61
Viðfangsefni guðfræðinnar er auk þess annað en vísinda að
mati Tillichs, hún leitast við að skilgreina „það sem snertir mann-
inn óendanlega mikið“.62 Tillich nefnir í þessu sambandi muninn
á lógósi heimspekinnar, sem dvelur í öllum veruleika (universal),
og lógósi guðfræðinnar, orðinu. Orðið sem varð hold var hluti af
mannlegri sögu og það opnar mönnum nýja vídd í tilverunni
(neues Sein). Hún telst til komandi veruleika eilífðarinnar
(eskatólógíu) sem skapar manninum rými í persónulegu sambandi
við Guð mitt í firrtum heimi.63
er þörf á nýrri guðfræði? 395skírnir
58 Sama rit, 30.
59 Sama rit, 31.
60 Sama rit, 31.
61 Sama rit, 31.
62 Tillich grípur hér til áherslu Schleiermachers á trúarreynsluna, þeirrar hugsun-
ar sem hugtökin „Bewusstseins schlechthinniger Abhängigkeit“ tjá. Paul Til-
lich, Systematische Theologie, 1. bindi, 18–22, 32–34.
63 Sama rit, 33, 37.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 395