Skírnir - 01.09.2006, Síða 154
innan guðfræðinnar hafi spurningin um aðferð tekið sæti spurn-
ingarinnar um sannleikann.74 Samhliða þessu kemur fram krafa
háskólasamfélagsins eða guðfræðideilda að þær sem stofnanir skil-
greini hvað sé rétt aðferð og hvað ekki. Báðir þessir þættir eru til-
raunir deildarinnar til að tryggja stöðu sína innan háskólans, en
réttmæti tilvistar hennar innan vébanda hans hefur um langt skeið
verið dregið í efa. Rökin fyrir því eru oft sótt í empirískar eða
pósitívískar skilgreiningar á hvað séu ‚raunveruleg‘ vísindi.75
Gagnrýni á kenningar kirkjunnar hefur hér óneitanlega líka þjón-
að sem viss vörn gegn þeirri ógn sem steðjar að stöðu deildarinn-
ar innan háskólans. Guðfræðideildir hafa þurft í nær 200 ár að
réttlæta sig gagnvart öðrum deildum.
Þessi staða hefur orðið þeim mun erfiðari sem skorið hefur
verið meira á tengsl við kirkjuna sem stofnun og almennt trúarlíf
innan kirkjunnar. Sú afstaða Schleiermachers að kirkjan, söfnuð-
urinn eða kristin trú geri guðfræðideildirnar að því sem þær eru á
enn fullan rétt á sér. Án þeirra tengsla er hætta á að undirfög guð-
fræðinnar sameinist öðrum greinum hugvísinda með þeim afleið-
ingum að sérstaða þeirra minnkar og þau hverfi.76 Sérstaða guð-
fræðideilda eru tengslin við kristna trú og kirkju.
Krafan um nýja trúfræði og breytingar á boðun kirkjunnar ber
að skoða í sögulegu samhengi. Um er að ræða minnst 200 ára
gamla hefð og réttlætingarviðleitni guðfræðinga — sérstaklega
biblíufræðinga — um að greinin sé gild vísindagrein innan há-
skólasamfélagsins. Krafan er í senn gömul, íhaldssöm og stöðluð í
framsetningu.77
sigurjón árni eyjólfsson400 skírnir
74 Martin Honecker, Glaube als Grund christlicher Theologie, 190.
75 Wolfgang Trillhaas rekur þessa sögu í grein sinni „Die Theologie in der Uni-
versität“ í: Perspektiven und Gestalten, Göttingen 1975, 203–217, 204, 214.
76 Dæmi um slíkt væri t.d. að leggja niður kennslu í grísku Nýja testamentisins,
koine, í guðfræðideild en kenna guðfræðinemum þess í stað forngrísku í hug-
vísindadeild. Sjá: Clarence E. Glad, „Grískulaus guðfræðideild“, Studia
theologica islandica 17, Ritröð guðfræðistofnunar 2003, 42–64.
77 Sú ábending að nýjustu rannsóknir knýi á um að skrifa þurfi nýja trúfræði án
skírskotunar til kross og upprisu er dæmigerð fyrir þessa gagnrýnishefð. Nægir
hér einungis að benda á að trúfræði Schleiermachers, Die christliche Glaubens-
lehre (1830/31), er slíkt rit.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 400