Skírnir - 01.09.2006, Page 158
bergljót s. kristjánsdóttir404 skírnir
Nordisk Filologi sem einkum var ætluð stúdentum, er staðið að verki á annan
hátt en í útgáfum Fornritafélagsins og seinni lestrarútgáfum sem sækja til þeirra.
2 Brynjólfur Sveinsson sendi konungi handritið 1662 og pappírshandritin NkS
1181 fol og AM 149 fol eru rituð eftir því. Hið týnda handrit gengur undir nafn-
inu Membrana Regia Deperdita.
3 Hér vísa ég til óútgefinna rannsókna Þórðar Inga Guðjónssonar sem vinnur að
doktorsritgerð um Gísla sögu, og samræðna við hann.
4 Fyrstu vísuna vantar í uppskrift Árna. Nefnt skal að Þórður Ingi hefur komist
að þeirri niðurstöðu að blandaður texti sé í vísum handritanna NkS 1181 fol og
AM 149 fol. [Heimild: Samræður við ÞIG]
5 Sveinbjörn Egilsson er undantekningin. — Nefnt skal að gefi menn sömu vís-
urnar út oft, jafnt í lestrarútgáfum sem stafréttum útgáfum, eru frágangur og
skýringar ekki alltaf eins.
Mig langar hér að sýna með dæmum úr styttri gerð Gísla sögu
Súrssonar hversu miklir höfundar vísnaskýrendur eru á stundum.
Af sögunni eru, sem kunnugt er, varðveittar tvær megingerðir, hin
styttri á skinnhandriti frá 15. öld (AM 556a 4to) og hin lengri í
yngri pappírsuppskriftum sem allar eru taldar runnar frá sama
handriti sem týndist við lok 18. aldar.2 Að auki er til brot af 15.
aldar skinnhandriti, sem kann að geyma þriðju gerð sögunnar,3 og
sömuleiðis hafa vísurnar einar og sér varðveist í uppskrift Árna
Magnússonar eftir týndu skinnbókinni.4
Tveir af þremur fræðimönnum, sem ég tek einkum dæmi af,
sóttu til handrita beggja gerða Gísla sögu í senn, auk brotsins og
uppskriftar Árna, er þeir gengu frá vísunum til útgáfu í þeirri
mynd sem ég hef þær eftir.5 Sú aðferð að blanda saman texta ólíkra
handrita og jafnvel handritaflokka hefur verið nýtt um of af vísna-
skýrendum allt fram á þennan dag. Svo brýnt sem það er að svara
spurningu eins og „Frá hvaða öld er þessi vísa?“ er líka þörf á að
spyrja: „Hvað merkir vísan í textanum á þessu tiltekna handriti?“
Hér á eftir reyni ég að hafa síðari spurninguna að leiðarljósi. Lestri
mínum tefli ég gegn túlkun manna sem hafa haft meiri áhrif en
aðrir á frágang vísnanna í lestrarútgáfum og þýðingar þeirra á er-
lend mál. Ég vel mér í sem stystu máli merka fræðimenn sem hafa
lagt mikið til rannsókna á Gísla sögu.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 404