Skírnir - 01.09.2006, Page 163
guðrún verið ,rún guðs; sú sem er nákomin guði, goði; Þór-dís‘.
Þar með rís upp einn af nafnaleikjum sögunnar.23
Eitt af einkennum á styttri gerð Gísla sögu er að í henni er
þönkum lesenda markvisst beint í tvær áttir, annars vegar í kristi-
leg rit, hins vegar í sagnir af heiðnum goðum og hetjukvæði.24
Gísli hefur fyrr jafnað Þórdísi í vísu við Guðrúnu Gjúkadóttur
með því að benda á í hverju hún sé ólík henni; 25 nú virðist draum-
konan með orðavali sínu draga fram tengsl kvennanna tveggja.
Reyndar komast textatengsl við hetjukvæði á í krafti orðsins
„eitr“ ekki síður en „guðrúnar“. Fall Sigurðar fær á Brynhildi
Buðladóttur og í Guðrúnarkviðu hinni fyrstu segir:
[…] brann Brynhildi
Buðla dóttur
eldr úr augum,
eitri fnæsti,
er hún sár um leit
á Sigurði [leturbr. mín].26
fleiri eru skáld… 409skírnir
23 Meðal þeirra sem skrifað hafa um hvernig nöfn eru fólgin í texta Gísla sögu má
nefna Joseph Harris og Claiborne Thompson. Sjá Joseph Harris. „The Enigma
of Gísla saga.“ The Audience of the Sagas I 1991:181–192 og Claiborne Thomp-
son. „Gísla saga. The Identity of Vestein’s Slayer.“ Arkiv för nordisk filologi 88,
1973:85–90. Sjálf þykist ég sjá fleiri dæmi um nafnaleiki í sögunni en þeir félag-
ar víkja að.
24 Ýmsir hafa fjallað um tengsl sögunnar við hetjukvæði Eddu, en færri tekið í
sömu mund mið af textatengslum hennar við kristileg rit, sjá t.d. Magnús Ol-
sen. „Gísla saga og hetjukvæðin.“ Þættir um líf og ljóð norrænna manna í
fornöld 1963:240–248; Reinhard Prinz. Die Schöpfung der Gísla saga Súrssonar
1935:128–132; Preben Meulengracht Sørensen. „Murder in marital bed: an
attempt at understanding a crucial scene in Gísla saga.“ Structure and Meaning
in Old Norse Literature 1986:235–263; Theodore Andersson. „Some
Ambiguities in Gisla saga. A Balance Sheet.“ Bibliography of Old Norse-
Icelandic Studies 1968, 1969:7–42. Um tengsl sögunnar við kristilega texta sjá
t.d. Fredrik Paasche. „Esras aabenbaring og Pseudo-Cyprianus i norrøn litt-
eratur.“ Festskrift til Finnur Jónsson 1928:199–205 og Bergljót Soffía Kristjáns-
dóttir, „Hinn seki túlkandi.“ Gripla XII, 2001: 7–22. — Vísanir til sagna af
heiðnum goðum koma sem vænta mátti ekki síst fram í kenningasmíð sögunn-
ar.
25 Um er að ræða vísuna sem hann yrkir þegar hann fær spurnir af að Þórdís hafi
vísað á hann sem veganda Þorgríms. Sjá Gísla saga Súrssonar 1999:33.
26 Norrœn fornkvæði 1965:246. Stafsetning er færð nokkuð til nútímahorfs.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 409