Skírnir - 01.09.2006, Qupperneq 164
Fnæsi Brynhildur eitri um leið og hún lítur Sigurð dauðan, má
túlka svo að Þórdís fnæsi því er hún horfist í augu við að Gísli hef-
ur drepið Þorgrím.27 Kenndir konu sem missir þann sem hún
elskar, eru þannig þríefldar, ef svo má að orði komast, með sam-
leik orðanna „eitr guðrúnar“: Brynhildur missir Sigurð, Guðrún
missir Sigurð, Þórdís missir Þorgrím.
Svo bagalegt sem það kann að vera að eyða nafnaleiknum og
tengslunum við Guðrúnu Gjúkadóttur úr vísunni og setja ,of-
urást‘ („eitr góðmunar“) í stað ,heiftar Þórdísar‘, skiptir breyting-
in á forsetningarliðnum „við ekka“ ekki minna máli. Forsetning-
una „til“ sækja menn í önnur handrit en 556a.28 En þar með
ákveða þeir að forsetningarliðurinn eigi við orðið „ykkr“. Ástæða
er til að huga nánar að því.
Nafnorðið ekki merkti í miðaldamáli ,harmur, sorg, harm-
kvæli‘.29 Þar eð forsetningarliðnum, sem það er hluti af í vísunni
góðu, er skipað niður við lok braglínu er hann bundinn persónu-
fornafninu „ykkr“ með rími en orðin „eitr guðrúnar“ koma í kjöl-
far hans. Því er ekki útilokað að hann eigi öðrum þræði að lýsa
þeim tilfinningum Þórdísar sem valda því að hún hrindir Gísla í
útlegð og dauða; hinum þræði kenndum Gísla og þess annars sem
vísað er til með orðinu „þið“.30 En sé hugsað á brautum setning-
bergljót s. kristjánsdóttir410 skírnir
27 Hér skal nefnt að Fritzner kemur með gagnlega athugasemd um merkingarsvið
er hann segir eftir skýringar sínar á orðinu eitr:„Sá skyldleiki með hugtökunum
eitr, kuldi, óvinátta, beiskja, er birtist í málinu, verður auðsær þegar borin eru
saman orðin eitr, eitrá, eitrblandinn, eitrkaldr, eitrkvikja, eitrsfullr, kaldahlátr,
kaldráðr, kaldrifjaðr, kaldyrði, kuldi [þýðing mín].“ Johan Fritzner. Ordbog
over Det gamle norske Sprog I 1954:315.
28 Sbr. t.d. Finnur Jónsson. Den norsk-islandske skjaldedigtning IA
1912:106–107; „Membrana Regia Deperdita.“ Editiones Arnamagnæanæ A, 5
1960:70. Tekið skal fram að ég valdi líkt og Björn Karel og fleiri lesháttinn „til“
í stað „við“ í útgáfu sögunnar 1999. Sjá Gísla saga Súrssonar 1999:65.
29 Sjá t.d. Ordbog over det norrøne prosasprog 3 2004:819. — Reyndar kann orð-
ið „ekki“ frá öndverðu að hafa haft þá merkingu tengda gráti, sem menn leggja
nú í það, en ekki er hægt að segja til um það með nokkurri vissu.
30 Eins og fram hefur komið telur Björn Karel að átt sé við draumkonuna hina
betri og með því mælir að hún hefur áður heitið útlaganum að hann skuli
„ráða“ henni eftir dauðann (Gísla saga Súrssonar 1999:61). En það kynni líka
að vera Auður — eða hún og draumkonan hin betri báðar í senn, þar eð færa
má rök að því að draumkonurnar tvær séu birtingarmyndir þeirra kvenna er
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 410