Skírnir - 01.09.2006, Page 170
Fleirtalan á orðinu seggr í vísunni stendur líklega48 fyrir eintölu;
sé einum staf hnikað til og ritað „leggi“ í stað „seggi“ er dregið úr
berdreymi Gísla og afstöðu sögunnar til hans breytt. Þar með eru
lesendur sviptir þeirri vitneskju að áður en yfir lýkur kunna svör
að fást við sumum lykilspurninganna sem sagan hefur vakið, t.d.
„Eiga draumar Gísla sér bara rætur í angist hans?“ eða „Að hve
miklu leyti sér hann hluti fyrir jafnt í draumi sem vöku?“ Við bæt-
ist að komi einhverjir drauma Gísla um eigið fall fram, má ætla að
það kunni að setja svip sinn á ályktanir manna um vitjanir
draumkvennanna til hans.
En hvað um aðra leshætti sem Finnur velur úr lengri gerð sög-
unnar, „mannsbót“ og „fóta“ — er þörf á þeim? Þegar útlegging
hans er lesin — og tekið mið af greinarmerkjasetningu hans —
virðist mega skilja vísupartinn á tvo vegu, þ.e. annars vegar svo að
sverðseggin hafi höggvið í sundur fótleggi og þess vegna hafi
menja lestir, þ.e. örlátur maður ,misst fæturna‘; hins vegar að egg-
in hafi klofið fótleggi og örlátur maður hafi ,hrasað‘. Í ljósi þess
hve kenningar í Gísla sögu eru almennt nákvæmar í hugsun, má
spyrja hvers vegna skáldinu detti í hug að kalla þann mann ,örlát-
an‘ sem ,missir fæturna‘ eða ,hrasar‘. Einhverjir kynnu að svara
um hæl að hér væri á ferð vélræn kenningasmíð. En annað kemur
á daginn. Þegar sagt er frá sjálfum bardaga vökunnar þeim sem
Gísla dreymir fyrir, birtast vísuorðin í nýju ljósi. Er Eyjólfur grái
leitar upp kleifarnar í Geirþjófsdal á eftir Helga, slær Auður á
hönd hans „með lurk“ svo að hann „hratar ofan aftur“.49 Og þá
lætur Gísli orð falla sem eru endurtekning á orðum hans í fyrstu
vísunni af þeim þremur sem hann yrkir um draum sinn. Sú vísa
hljóðar svo:
Vissi eg fjandr að fundi
fékk ég inni lið minna
ár þótt eigi værag
andaðr af því, standa,
bergljót s. kristjánsdóttir416 skírnir
48 Hér er varnagli rekinn af því að orðalagið „Sneið að sínu ráði/sverðs egg í tvö
seggi“ kynni t.d. líka að vísa til þess að Gísli klýfur Svein nokkurn „í herðar
niður“, sjá Gísla saga Súrssonar 1999:73.
49 Gísla saga Súrssonar 1999:72.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 416