Skírnir - 01.09.2006, Side 171
gætt var verr en væri
valtafn í munn hrafni,
fríðr í fögru blóði
faðmr þinn roðinn mínu [leturbr. mín].50
Með endurtekningu tveggja orða vekur sagan athygli á tengslum
vísu um draum eða draums og veruleika, er Gísli segir við Auði:
En minna lið veittir þú mér nú en þú mundir vilja eða þú ætlaðir, þó að
tilræðið væri gott, því að eina leið mundu þeir nú hafa farið báðir [letur-
br. mín].51
Frásögnin af hinni ,eiginlegu‘ aðför Eyjólfs að Gísla afhjúpar þá
meðal annars að kenningin „menja lestir“ er ekki smíðuð hugsun-
arlaust heldur ýjar skáldið með henni írónískt að tilraun Eyjólfs til
að múta Auði. Og í sömu mund blasir við að orðalagið „missti
fótar“ — þar sem eintala er notuð í stað fleirtölu líkt og fleirtala í
stað eintölu fyrr — hefur merkinguna ,missti fótanna, hrataði‘ og
á við ,hausaveiðarann‘ Eyjólf.52 Loks kalla orðin, sem útlaginn
lætur falla við konu sína í lokabardaganum, á að „mannbót“ sé út-
lagt á nýjan veg fremur en aukið einu -s-i. „Mannsbót“ hefur ver-
ið skýrt sem ,það sem bætir mann‘ eða ,frægðarverk‘, meðal ann-
ars með hliðsjón af orðinu „drengsbót“.53 En þar eð bót merkir
líka ,uppbót‘, má lesa „mannbót“ — og reyndar líka „mannsbót“
— sem ,uppbót fyrir mann‘. Gísli sér Eyjólf í draumnum þar sem
hann hrasar undan höggi Auðar. Strax þá verður honum ljóst að
hann fær ekki vegið hann og líkar sýnilega illa. En honum þykir
þó sárabót að sá grái hrati undan höggi konu. Lýsing skáldsins —
ekki síst lýsingin á afstöðu þess til Auðar — spannar þar með
þversagnir sem ljúkast upp ef texti seinni partsins, breytingalauss,
er lesinn nákvæmlega með hliðsjón af lausamálinu. Mestu skiptir
fyrir heildarsamhengi að orðmyndin „seggi“ standi óbreytt, en
fleiri eru skáld… 417skírnir
50 Sbr. Den norsk-islandske skjaldedigtning IA 1912:108.
51 Gísla saga Súrssonar 1999:72.
52 Sennilega gerir Björn Karel ráð fyrir tvíræðninni þegar hann endursegir orðin
„missti fóta“ sem „maður féll“. Björn Karel Þórólfsson. [Vísnaskýringar]. Gísla
saga Súrssonar. Íslenzk fornrit VI 1943:106.
53 Sjá t.d. sama stað svo og Ritmálsskrá Orðabókar háskólans.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 417