Skírnir - 01.09.2006, Page 192
ákvarðanir um þau lífsgildi sem þeim beri að aðhyllast eða keppa
að og í vissum skilningi er það einmitt grundvallaratriði að fólk
geti kosið sér lífsstíl og lífsgildi. Sumum kann að virðast að með
þessum hætti sé spurningum um framtíðarlífsstíl þeirra sem búa á
Austurlandi og Austfjörðum ýtt út af borðinu, um hann hafa
menn ekkert sérstakt að segja, vegna þess að ríkjandi hugmynda-
fræði lítur á hann sem einkamál.
En svarið við þessu er einfalt — og það má segja að í bók sinni
fjalli Andri Snær að nokkru leyti um það svar, þó að spurningar-
innar sé ekki spurt á sama hátt og gert er hér. Staðreyndin er sú að
lífsstíll getur ekki verið einkamál og allar þær varanlegu breyting-
ar á umhverfi og menningu sem framkvæmdirnar á Austurlandi
valda sýna það kannski betur en nokkuð annað. Þessar ákvarðan-
ir hafa róttæk áhrif á þá tegund umhverfis sem möguleg er á þessu
svæði í framtíðinni og þar með varanleg áhrif á einkalíf þeirra sem
þar munu kjósa að búa, eða verða að búa um lengri eða skemmri
tíma. Með því að flokka spurningar um lífsstíl stóriðnaðarum-
hverfisins sem tilfinningasemi — eða ýta þeim burt á þeim for-
sendum að þær séu ekki hið eiginlega viðfangsefni stjórnmála
verður umræðan til þess að hylja það sem máli skiptir og ýta því
út á jaðarinn fremur en til að takast á við það. Hér er komið dæmi
um það sem ég nefndi fyrr í þessari grein: Sjónarmiðum lífsstílsins
er ýtt út á jaðarinn, lögmæti þeirra er viðurkennt, en hvorki mik-
ilvægi þeirra né erindi í umræðuna.
Hvað merkir það að framtíð íbúanna á þessu svæði, hvert svo
sem þjóðerni þeirra og sjálfsmynd kann að verða í framtíðinni, sé
framtíð verksmiðjunnar? Er það gott eða vont? Þetta er einfaldlega
búið að ákveða. Framtíð Austurlands og Austfjarða er framtíð iðn-
aðar, raforkuframleiðslu og álframleiðslu. Það merkir að hún er að-
eins framtíð lífrænnar ræktunar, menningartengdrar ferðaþjón-
ustu, skógræktar eða menningarstarfs að svo miklu leyti sem aðal-
atvinnuvegurinn, áliðnaðurinn, leyfir slíkt og gerir það mögulegt.
Það mætti segja að öll önnur starfsemi verði í skugga þessa aðalat-
vinnuvegar — eða, vilji maður nota jákvæðara myndmál — að öll
önnur starfsemi dafni aðeins í skjóli hans. Því mun stóriðnaður
verða einkenni Austurlands og Austfjarða framtíðarinnar og hin
jón ólafsson438 skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 438