Skírnir - 01.09.2006, Page 194
Jamaica, sem byggir efnahag sinn á súrálsframleiðslu öðru fremur
og er af þeim sökum undir hælnum á stóru alþjóðlegu álfyrirtækj-
unum Alcan, Alcoa og Kaiser (bls. 227–229). Hrikaleg umhverfis-
spjöll hafa orðið á eyjunni vegna báxítnáma sem þar eru og súráls-
framleiðslu, en súrál er unnið úr báxít. Annað dæmi er japanska
eyjan Okinawa sem hefur um áratugaskeið haft næstum allar sín-
ar tekjur af þjónustu við bandaríska herstöð á eynni (bls. 115–
116). Í fyrra tilfellinu þurfa landsmenn og stjórnvöld að horfa á, án
þess að fá nokkuð að gert, að náttúra landsins er smátt og smátt
lögð í rúst en í því síðarnefnda er sérhæfing eyjarskeggja (þjónusta
við herstöðina) svo bundin tilteknu pólitísku ástandi í heiminum,
að íbúarnir eru í raun ofurseldir því. Að herstöðin væri lögð nið-
ur myndi jafngilda stórkostlegum náttúruhamförum og eignatjóni
fyrir íbúa eyjarinnar í heild sinni. Í báðum tilfellum hafa íbúarnir
— eða fulltrúar þeirra, stjórnvöld á svæðinu — í raun afsalað sér
stjórn eigin mála. Þau hafa ekki gætt þess að skapa sér veruleika
þar sem þau geta tekið eigin ákvarðanir. Með því að gera sjálf sig
háð einni atvinnugrein, einni tegund af þjónustu eða útflutningi,
eru það kaupendur þjónustunnar sem í raun hafa tekið völdin.
Sumir gagnrýnendur Andra Snæs hafa reynt að gera málflutning
hans tortryggilegan vegna þess að hann dragi upp „martraðarlýs-
ingar“ en það vill nú svo til að hliðstæðurnar sem hann gefur í bók
sinni eru bæði nærtækar og raunverulegar.13 Og það sem meira er,
það er sennilega miklu lærdómsríkara fyrir Íslendinga að velta fyrir
sér hvað gerist í samfélögum af þessari stærðargráðu heldur en að
horfa til hliðstæðna í nágrannalöndunum sem eru risavaxin þjóð-
félög í samanburði við okkar.
Hversvegna þurfa ekki þeir sem taka ákvarðanir og standa
fyrir framkvæmdum ekki að segja neitt um hverskonar samfélag
og hverskonar framtíð þessar framkvæmdir skapa eða stuðla að?
Kannski er svarið að einhverju leyti fólgið í þeirri stjórnspeki sem
vestræn samfélög byggja að miklu leyti á. Hluti af því sem ég kalla
jón ólafsson440 skírnir
13 Sjá kostulega grein Óskars Valtýssonar fjarskiptastjóra Landsvirkjunar, „Mátt-
ur martraða“, Lesbók Morgunblaðsins, 22. júlí 2006. Greinin hefur einnig ver-
ið birt á vef Landsvirkjunar, www.lv.is.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 440