Skírnir - 01.09.2006, Page 198
enn þann dag í dag þann anda sem svífur yfir vötnum í afstöðu
þeirra sem ríghalda í þá grundvallarafstöðu að nauðsynlegt sé að
virkja fallvötn Íslands vegna þess að við „eigum að nýta“ náttúru-
auðlindir. Það er dálítið erfitt að átta sig nákvæmlega á því hvað
hugtakið „eiga“ merkir hér. Sumir formælendur Landsvirkjunar
sem telja rétt og eðlilegt að virkja öll helstu fallvötn landsins ganga
svo langt að halda því fram að þetta sé nánast siðferðileg skylda —
að með því að virkja ekki séu Íslendingar ekki aðeins að láta tæki-
færi til uppbyggingar og verðmætasköpunar sér úr greipum ganga,
heldur séu þeir þá um leið að koma sér undan því að framleiða
vistvæna orku í heimi sem stendur frammi fyrir því þversagna-
kennda verkefni að þurfa að draga úr notkun á helstu orkugjöfum
um leið og orkuþörf fer stöðugt vaxandi.
Jakob Björnsson, fyrrverandi orkumálastjóri, er einn þeirra
sem varið hafa málstað virkjanasinna, með því að vísa til vissrar
skyldu við mannkynið í greinum sem hann hefur skrifað í Morg-
unblaðið. Þannig segir hann að orku- og umhverfisvandi heimsins
verði aðeins leystur „með sameiginlegu átaki alls mannkyns“.
Framlag Íslendinga getur meðal annars falist í því að áliti Jakobs
að framleiða orku með virkjun fallvatna.16 Núverandi orkumála-
stjóri, Þorkell Helgason, gekk jafnvel enn lengra í grein sem hann
birti í Morgunblaðinu fyrir fáeinum árum þar sem hann sagði:
„Orkulindir okkar eru vannýttar. Við gætum framleitt um sexfalt
meira rafmagn en nú er gert, og er þá búið að slá verulega af mögu-
leikunum af umhverfisástæðum. Við hljótum að vilja nýta þessar
endurnýjanlegu auðlindir okkur til hagsbóta. Og okkur ber sið-
ferðileg skylda til að gera það öllu mannkyni til góða.“17 Þor-
steinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, hefur svo
gerst lærisveinn þeirra Jakobs og Þorkels en hann segir orð Þor-
kels „hófsöm og misskilin“. Þorsteinn hamrar á því framlagi til
orkumála í heiminum sem íslensk virkjanastefna sé: „Nýting
jón ólafsson444 skírnir
16 Jakob Björnsson, „Athugasemdir við greinina Rangfærslur afhjúpaðar“, Morg-
unblaðið, 19. maí, 2006.
17 Þorkell Helgason, „Rangfærslur um virkjanamál“, Morgunblaðið, 26. janúar
2003.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 444