Skírnir - 01.09.2006, Page 199
vatnsafls með vönduðum hætti er ekki fórn á náttúru Íslands held-
ur eitt þyngsta lóð sem við getum lagt á vogarskálina í baráttu
gegn hlýnun jarðar,“ segir hann.18
Í málflutningi og röksemdafærslum þeirra Jakobs, Þorkels og
Þorsteins má sjá merkilega hliðstæðu við nýtingarstefnuna sem
reifuð er í Æfintýrinu um áætlunina miklu. Hinn sameiginlegi
þáttur varðar einkum þá kröfu sem bæði Mikhail Ilin og þeir þre-
menningarnir telja að gera megi til allra jarðarbúa, og þá sennilega
einkum þeirra sem búa í löndum sem annaðhvort eru iðnvædd eða
standa á þröskuldi iðnvæðingar. Allir eiga að taka þátt í að brjóta
náttúruna undir not mannsins af henni, til framleiðslu á málmi eða
öðrum áþreifanlegum efnum. Þeir þremenningarnir eru sér auð-
vitað meðvitaðri en Mikhail Ilin um hættur sem í veginum geta
verið, ekki síst þær hættur sem stafa af hugsanlegum slysum, af
rányrkju og mengun. En grunnhugsunin er sú sama: Manninum
ber skylda til að beita kunnáttu sinni og tækni til að beisla náttúr-
una. Þetta markmið er óumdeilanlegt að þeirra áliti, þó að aðferð-
irnar séu það ef til vill ekki, og eins og Ilin setja þeir virkjanir og
orkuframleiðslu í rósrauðan hjúp mikils ævintýris.
Andri Snær reifar þetta viðhorf og gagnrýnir það, en hann
ræðst ekki beinlínis gegn því eða reynir að hnekkja því. Enda er
meginvandi hins tæknilega ekki endilega fólginn í því að þar sé á
ferðinni rangt viðhorf eða röng hugsun. Vandinn er fyrst og
fremst hvernig hið tæknilega þrengir umræðu og verður til þess
að mikilvægum atriðum er vísað út úr henni. Í tæknihyggjunni
felst viðleitni til að gera umræðu skýrari og skarpari og það tekst
henni að vissu marki, en svo gengur hún of langt. Hún kemur í
veg fyrir að við skoðum og rannsökum möguleika sem við eigum
að skoða og rannsaka. Hún lætur okkur halda að þeir möguleik-
ar sem eiga sér ekki augljós verkferli og sem ekki er hægt með
góðu móti að stilla upp innan hinnar tæknilegu orðræðu séu ekki
alvörumöguleikar og það sé tímaeyðsla að velta vöngum yfir
þeim, eða að það sé eitthvað sem helst henti börnum og fagurker-
um.
siðfræði andstöðunnar 445skírnir
18 Þorsteinn Hilmarsson, „Að átta sig á samhenginu“, Morgunblaðið, 6. maí 2006.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 445