Skírnir - 01.09.2006, Side 221
heitna landinu eða átti fólkið hvergi heima? Öllum þessum áratug-
um seinna er erfitt að gera sér grein fyrir viðbrögðum stúlkunnar
við spurningum af þessu tagi, sem hljóta að hafa vaknað á braut-
arstöðinni í Brest þótt ég minnist þess ekki núna að þær hafi verið
bornar þar fram, upphátt. Við hverju hafði hún búist? Nýjustu
tækni og vísindum, þar á meðal fullkomnu samgöngukerfi og vel
lyktandi fólki? Ilmandi brautarstöðvum? Ekki er það nú víst, en
þetta fólk sem hún sá á landamærastöðinni var í öllu falli frá-
brugðið þeim hugmyndum sem hún hafði gert sér um sovétborg-
ara. Minnið geymir ekki myndir af einstaklingum heldur svartri
kös, hrúgum af fólki. Hún kann að hafa borið fnykinn saman við
þær útlensku lyktir sem hún hafði kynnst áður: járnbrautarstöðin
í Edinburgh var sannarlega enginn rósagarður, og mengunin í
Bradford og Leeds aldeilis voðaleg sumarið 1961. Kannski hefur
henni meira að segja dottið í hug íslenska peningabrækjan — en
nei, ekkert af þessu líktist sovésku lyktinni. Hún var einsdæmi.
13. september, síðla dags, silaðist lestin loks inn á Bélorússkí-
brautarstöðina í Moskvu. Út úr henni streymdi múgur og marg-
menni, þar á meðal tríóið sem hér hefur komið við sögu: Ásgeir
Árnason úr Hafnarfirði, Sigríður Jóhannesdóttir af Hverfisgöt-
unni og Ingibjörg Haraldsdóttir af Laugaveginum. Ekki höfðum
við lengi staðið og skimað þegar kunnuglegt andlit bar fyrir sjónir:
Árni Bergmann var kominn að taka á móti okkur og með honum
var Lena kona hans, auk fulltrúa frá skólanum okkar. Seinna
heyrði ég margar sögur af vandræðum erlendra námsmanna við
komuna til Moskvu — enginn tók á móti þeim þótt því hefði verið
lofað, þeir höfðu ekki hugmynd um hvert þeir áttu að snúa sér,
skildu ekki orð, kunnu ekki einu sinni stafrófið… En við höfðum
Árna og Lenu, það gerði gæfumuninn. Þeim bar að þakka að við
gleymdumst ekki og týndumst í mannhafinu.
Fulltrúi skólans hafði allt til að bera sem prýða mátti sovéskan
karlmann á þessum tíma: fremur lágvaxinn en í góðum holdum,
klæddur skærbláum jakkafötum, með eiturgrænan hatt á höfði og
þegar hann brosti blasti við röð af blikandi stáltönnum. Hann
heilsaði okkur með virktum og rauk síðan af stað að finna leigu-
bíl.
út í heim 467skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 467