Skírnir - 01.09.2006, Page 225
legur og óaðfinnanlegur sem fyrr; glæsimeyjarnar sátu greinilega
um að komast sem næst honum og ég sá að karlmennirnir í geng-
inu gjóuðu gjarnan til hans auga eftir að hafa sagt eitthvað, eins og
til athuga hvort það hefði ekki fallið í kramið hjá aðalmanninum.
En hann brosti fjarrænt, handlék glas án þess að drekka mikið af
því, virtist hafa stjórn á öllu með augnaráðinu. Hann leit á mig
þegar ég kom inn, enn með þennan kunnugleikaglampa í augum.
Á þeirri stundu áttaði ég mig á að ég þekkti manninn. Þótt ég
hefði þá ekki séð hann í aldarfjórðung, frá því við vorum fimmt-
án-sextán ára. Svo að næst þegar færi gafst stóð ég upp, gekk fram-
hjá borðinu en stoppaði, leit í augun á honum. Hann leit upp og
horfði á móti. Svo ég rétti fram höndina og sagði:
„Er þetta ekki Jói Tomm?“
Það steinþögnuðu allir við borðið og litu á mig, sumir með tor-
tryggni og fjandskap í augum. Nema sá sem ég hafði ávarpað.
Hann stóð strax upp, tók í höndina á mér og brosti innilega og
sagði:
„Blessaður vinur, ég þekkti þig strax, en var bara ekki viss um
að þú myndir eftir mér.“
Svo bauð hann í glas og bað fólk um að færa sig örlítið svo að
ég gæti sest þarna hjá honum og kjaftað aðeins við hann.
Og við lentum í svona „manstu?“ samtali, afar skemmtilegu, í
meira en klukkutíma. „Manstu þegar við mættum handjárnaðir til
prestsins?“ „Manstu þegar við fórum tjaldlausir og allslausir á úti-
hátíðina á Húsafelli og lifðum eins og greifar?“ „Manstu eftir..?“
Allar sögurnar voru frá því á fyrstu táningsárunum þegar við lent-
um saman í bekk og urðum perluvinir en hurfum svo úr augsýn
hvor annars. Alveg síðan hafði oft hvarflað að mér þessi þanki:
Hvað ætli hafi orðið af Jóa Tomm? En haft af honum litlar sem
engar spurnir.
Ég kom þrettán ára í nýjan skóla og þekkti engan. Og afþví að
ég var lítill og barnalegur á þessum aldri þegar fólk fer að taka
ótrúlegum breytingum, og að auki haldinn óstöðvandi málæði, þá
var ég auðvitað í stórhættu með að verða afgreiddur sem frík og
hafður að endalausu háði og spotti. Einelti heitir það nú til dags.
Ég held að ég hafi skilið vel hættuna þótt ég hefði ekki getað skil-
endurfundir 471skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 471