Skírnir - 01.09.2006, Page 228
hönd. Skoðaði handjárnin í krók og kring, reyndi að ýta og
smella, náði í teskeið og reyndi að snúa upp læsinguna með skaft-
inu, en ekkert gekk. Okkur Jóa þótti þetta afar leiðinlegt, en okk-
ur voru bara allar bjargir bannaðar, við værum neyddir til að sitja
hlið við hlið. Og eins og húmorinn er hjá unglingum þá varð þetta
fleygur brandari. Það gat ekki fyndnari menn en okkur Jóa…
Sem vorum auðvitað orðnir fóstbræður. Ég var kominn í innsta
hring í genginu hans, aðalklíkunni i hverfinu. Ef mér leiddist gat
ég alltaf rölt til hans, hangið í kjallaranum hjá honum og systkin-
um hans og tilfallandi gestum og hlustað á plötur eða horft á sjón-
varpið; ef haldin voru partí vildu allir bjóða Jóa og ég fylgdi auð-
vitað með. Það var gaman að lifa. Svona liðu tveir vetur. Skólinn
okkar var leiðinlegur en ég átti vin og hafði nógan félagskap.
Það voru dálitlir krepputímar í þjóðfélaginu; blöðin voru full
af fréttum um aflabrest og verðfall á mörkuðum og atvinnuleysi
og fólksflótta frá landinu og gjaldþrotum fyrirtækja og einstak-
linga. Og meðal annars varð Tommi Stæll gjaldþrota. Ég frétti af
því frá Jóa og hinum krökkunum í fjölskyldunni að það væri búið
að selja raðhúsið á nauðungaruppboði og hirða bílana af heimilis-
föðurnum — þau áttu að fara að flytja út og vissu ekki hvert.
Kannski út á land, ég man að ein systirin fór á háa séið þegar á það
var minnst og úthúðaði hinum dreifðu byggðum landsins með svo
mergjuðu orðfæri og lýsingum að við Jói grétum af hlátri. Sjálfum
var honum alveg sama, hann hafði engar áhyggjur af að hann
myndi ekki klára sig hvar sem hann kæmi.
Þetta var snemmsumars og ég fór að vinna úti á landi. Þegar ég
kom aftur í bæinn eftir nokkrar vikur frétti ég að Tommi Stæll
væri fluttur til útlanda með alla sína fjölskyldu, meðal annars Jóa
stórvin minn. Og að þau hefðu farið eitthvað langt, til Suður-
Afríku, sagði einhver, eða Ródesíu, ég fékk það ekki alveg á hreint.
Ég flutti skömmu seinna í annað hverfi og missti allt samband við
aðra úr klíkunni í kringum Jóa Tomm. Ég man að einhverntíma
rakst ég á frétt í blaði um að Tómas Jóhannsson athafnamaður
væri búinn að setja á stofn fyrirtæki í Ródesíu, en svo heyrðist
ekki meira um það. Ekki löngu seinna var Ródesía í heimsfréttum
einar kárason474 skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 474