Skírnir - 01.09.2006, Side 229
vegna þess að hvíti minnihlutinn þar missti völdin og landið
breytti um nafn og fór að heita Simbabwe; þá hugsaði maður
alltaf: hvernig ætli gangi nú hjá Jóa og co? Svona fimmtán árum
eftir að þau fluttu til útlanda var ég svo fyrir tilviljun að kjafta við
einhverja stelpu eða konu sem hafði haldið einhverju bréfasam-
bandi við systur Jóa og hún sagði mér að eftir fáein ár í Ródesíu
hefði öll fjölskyldan tekið sig upp og flust til Ástralíu, þar væri
Tommi Stæll víst að gera það mjög gott.
Annað frétti ég ekki af Jóa Tomm fyrr en við hittumst þarna á
kránni, orðnir rúmlega fertugir.
Við urðum strax ásáttir um það þarna í kráarglaumnum að
hittast, helst sem fyrst, rifja almennilega upp gamlan tíma, jafnvel
ná kontakt við aðra stráka úr klíkunni okkar. Hann stakk strax
upp á því að við færum saman í ferðalag, veiðitúr eða eitthvað,
svona strákatúr, ég man hann sagði strax: „Þú veist, engar kelling-
ar, bara að þær séu á staðnum spillir svo móralnum í strákahópi.“
Ég sagðist vita um einn eða tvo af gömlu kunningjunum úr skól-
anum okkar, maður rekst svona á þetta á skrifstofum, verkstæð-
um… Jói sagðist engan hafa hitt eða séð í meira en 25 ár; það kom
í ljós að það var bara tæpt ár síðan hann flutti aftur heim til
Íslands, hafði aldrei komið hingað í millitíðinni. Mig langaði til að
spyrja hvað hann væri að fást við en kunni ekki við það, sá þó að
hann virtist ágætlega múraður því að hann og megnið af klíkunni
stóð upp og þurfti að fara, „því miður,“ sagði Jói, „ég var búinn að
lofa mér annað, hittumst hérna sem fyrst aftur og kjöftum
almennilega saman.“ Svo dró hann upp digran seðlavöndul úr
buxnavasanum og borgaði allan reikninginn fyrir borðið með
kæruleysissvip.
Tveir eða þrír af þeim sem höfðu verið viðloðandi Jóa og hans
borð urðu eftir og ég kannaðist við einn þeirra, sá heitir Stulli og
hafði byrjað að læra endurskoðun um svipað leyti og ég en aldrei
klárað. Var geysilegur gleði- og partímaður; fór seinna að vinna
hjá löggunni eða tollinum eða eitthvað, ég var aldrei alveg klár á
því; var alltaf að skipta um konur og gekk með sólgleraugu og var
hraustlegur og toginleitur. Ég nennti ekki að tala við hann; fram-
endurfundir 475skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 475