Skírnir - 01.09.2006, Page 231
það minnsta síðar fótboltafélagi minn í Rannsóknarlögreglunni.
„Ég var orðinn skíthræddur um að þurfa að handtaka þig líka!“
sagði þessi kunningi. En Jói var semsé allar þessar vikur undir
stöðugu eftirliti lögreglunnar. Símar hleraðir, dvalarstaður vaktað-
ur, einhverjir stöðugt á hælum hans. Skráð hverja hann hitti og
umgengist. Því að Jói Tomm reyndist vera, eins og margir vita,
höfuðpaurinn í stærsta fjársvikamáli sem þá hafði komið til kasta
lögreglunnar; svindli sem tengdist smygli og peningaþvætti og
fölsunum og teygði anga sína víða um lönd. Allt sannaðist þetta á
Jóa og hann fékk fangelsisdóm. Og ég sá hann ekki meir.
Ég er í fótboltaklúbbi með nokkrum úr mínu fagi; annars var
liðið stofnað af löggum og lögfræðingum. Einu sinni á ári þá för-
um við í fangelsið fyrir austan og tökum leik við úrvalslið íbúanna
þar. Það eru ágætir túrar; við förum í rútu, spilum hörkuleik og
drekkum svo kaffi með föngunum, svo verða þeir eftir og maður
finnur dásemd frelsisins streyma um sig þegar við kveðjum, rútan
fer með okkur á hótel eða matsölustað þar sem við eigum pantað
borð og étum og erum glaðir. Og þó með einhverja depurð í
brjósti yfir að hafa upplifað þá mannlegu niðurlægingu sem því
fylgir að vera í fangelsi. Jói Tomm var ekki í fangaliðinu, en ég hitti
hann eftir leikinn. Hann var með gleraugu og hafði gránað. Ég
fylltist einhverri hræðilegri hryggð, þarna var hann allt í einu, við
tókumst í hendur, hann hafði horft á mig rannsakandi eins og
hann óttaðist kannski að ég vildi ekki heilsa honum. Ég varð að
segja eitthvað:
„Jæja, Jói, aldrei fór það svo að við hittumst ekki úti á landi
gömlu vinirnir.“
Það kviknaði líf í augum hans, rétt eins og þegar ég var með
einhvern fíflagang í gamla daga og honum fannst ég fyndinn, og
hann sagði:
„Já, og pældu í því, engar kellingar.“
endurfundir 477skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 477