Skírnir - 01.09.2006, Page 235
Röddin lækkaði:
— Ég var þarna þetta síðdegi. Við unnum fjögur tvö, ég sé þetta
alveg fyrir mér. En það er ekki þess vegna sem ég segi þetta heldur
af því að ég er hattagerðarmaður, ég hef alla tíð verið það, og
marga af höttunum sem voru þarna, þá gerði ég.
Leikur tímans
Sögusagnir herma að eitt sinn hafi tveir vinir verið að horfa á mál-
verk. Myndin var eftir hver veit hvern frá Kína. Þetta var mynd af
engi með blómum á uppskerutíma.
Annar vinanna horfði, hver veit hvers vegna, fast á eina af
mörgum konum á myndinni sem voru að tína valmúa í körfur.
Hún var með slegið hár sem flæddi yfir axlir hennar.
Loksins endurgalt hún augnaráðið, lagði frá sér körfuna,
teygði fram handleggina og hreif hann með sér, hver veit hvernig.
Hann lét berast, hver veit hvert, og með konunni dvaldi hann
nætur og daga, hver veit hve marga, þangað til vindhviða feykti
honum þaðan og skilaði aftur í salinn þar sem vinur hans stóð enn
frammi fyrir myndinni.
Þessi eilífð hafði varað svo stutt að vinurinn hafði ekki einu
sinni tekið eftir hvarfi hans. Hann hafði ekki heldur tekið eftir því
að konan, ein af þeim mörgu sem tíndu valmúa í körfur, var nú
með hárið bundið upp í hnút.
Launin
Vegalaus, í engin hús að venda ólst José Antonio Gutiérrez upp á
götum Guatemalaborgar.
Hann stal til að forðast hungur. Hann sniffaði lím til losna við
einmanaleika og varð þá að stjörnu í Hollywood.
Dag einn fór hann burt. Hann fór langt, í norður, til Paradísar.
Hann forðaðist lögregluna, laumaðist í fjórtán lestir, gekk í þús-
und og eina nótt og komst til Kaliforníu. Og þar kom hann sér
fyrir og settist að.
raddir úr tímanum 481skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 481