Skírnir - 01.09.2006, Síða 238
hinnar raunverulegu paródíu sem gefur meira í skyn og kallar á skilning
lesandans til að hann skilji húmorinn.“3 Hér á hann líklegast við persónu-
sköpun Valdimars Haraldssonar, sögumann verksins. Valdimar er dæmi
um óáreiðanlegan sögumann sem lesandinn treystir ekki fullkomlega
þannig að fjarlægð myndast á milli söguhöfundar, sögunnar sjálfrar og
persónunnar. Skoðanir Valdimars á yfirburðum hins norræna kynstofns
þykja svo afkáralegar nú á tímum að traust lesandans á honum dvínar
strax á fyrstu síðum verksins. Þau viðhorf sem Valdimar hefur látið prenta
í tímarit sitt, Fisk og Kultur, virðast fráleit nú á tímum pólitískrar rétt-
hugsunar og menningarlegs afstæðis.
Sú fjarlægð sem er á milli lesandans og Valdimars er því frá upphafi
mikil, en það eru ekki bara skoðanir hans sem mynda hana heldur einnig
frásagnarmátinn.4 Söguhöfundur kynnir Valdimar sem karlfausk, þröng-
sýnan og forpokaðan, en hann álítur sjálfan sig aftur á móti víðsýnan lær-
dómsmann, ólíkt samlöndum sínum sem hafa „hreint ekki heyrt af þeim
nýju vísindum“ sem hann hefur kynnt í Fisk og Kultur (bls. 9). Fram
kemur að Fisk og Kultur hafi komið út á árunum fyrir seinni heimsstyrj-
öld, en þegar Valdimar segir lesendum frá því er nokkuð liðið frá lokum
hennar. Árið er 1949 og Valdimar virðist ekki sjá tengsl milli hugmynda
sinna um yfirburði norræna kynstofnsins og þeirra atburða sem áttu sér
stað í stríðinu. Þá birtast fordómar Valdimars í garð annars fólks, sérstak-
lega kvenna og þeirra sem eru ólíkir honum, á fjölmörgum stöðum í sög-
unni.
Sú órafjarlægð sem virðist vera á milli Valdimars og lesenda býr til
ákveðna skekkju. Slíkt ójafnvægi er oft grundvallareinkenni paródíunnar,
sérstaklega ef hún er notuð sem sértækt hugtak yfir eftirlíkingu sem felur í
sér létt grín frekar en að djúpur boðskapur liggi henni til grundvallar. Á
hinn bóginn er paródía stundum notuð sem almennt hugtak sem vísar þá til
stælingar á verkum eða gjörðum annarra í víðu samhengi án þess að ná-
kvæmar útlistanir fylgi á því hvernig sú stæling er gerð eða í hvaða tilgangi.5
anna björk einarsdóttir484 skírnir
3 Gauti Kristmannsson: „Argóarflísin: Sjón.“ Flutt í Víðsjá 17.11.05. Sjá: http://-
www.ruv.is/heim/vefir/vidsja/gagnryni/store156/item74452/ [sótt 10.08.06].
4 Sjá umfjöllun Guðna Elíssonar um einkenni óáreiðanlegs frásagnarmanns,
Guðni Elísson: „„Heimurinn sem krónísk ranghugmynd“: Átök undurs og
raunsæis í verkum Einars Más Guðmundssonar“, Skírnir 171. ár 1997, bls.
165–196.
5 Sjá umfjöllun Simon Dentith um þær hugmyndir sem liggja að baki paródíunni í
gegnum bókmenntasöguna. Simon Dentith: Parody. London: Routledge 2000.
Dentith ræðir t.a.m. verk franska fræðimannsins Gérard Genette (Palimpsestes
1982) en hann hefur reynt að búa til nákvæmar skilgreiningar á hugtökum sem fela
í sér stælingu eða eftirlíkingu. Skilgreiningar Genette taka mið af aðferðinni sem er
beitt við stælinguna frekar en markmiði hennar. En að mati Dentith þá duga slíkar
skilgreiningar skammt því mörg verk nýta sér fleiri en eina tegund stælingar.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 484