Skírnir - 01.09.2006, Page 239
Pastiche er annað hugtak sem nær yfir stælingu af einhverju tagi og er það
oftast greint frá paródíunni þar eð pastiche felur í sér beina, og stundum
húmorslausa eftirlíkingu frekar en umsköpun. Þessi greinarmunur er þó
ekki alltaf gerður á hugtökunum. Stundum vísa þau bæði til stælingar þar
sem skopið er haft að leiðarljósi. Pastiche er þá oftar en ekki undirskipað
paródíunni og virðist ekki þykja eins fáguð og yfirveguð tegund stælingar.6
Ef skilgreina á hugtakið paródíu eins og það kemur fyrir í ritdómi
Gauta Kristmannssonar þá virðist hann eiga við stælingu sem er gerð til
gamans frekar en að djúpur boðskapur liggi að baki. En Gauti segir að
„Íslendingum láti satíran oftast betur sem er miklu grófari aðferð skop-
stælingar“ og hann bætir við: „[þ]að var því eitthvað fyndið strax í upp-
hafi við þessa sögu, án þess þó að maður sé að skella upp úr; þetta gerir
Sjóni líka kleift að halda í þráð alvöru og jafnvel tragíkur sem hann kynn-
ir til leiks þegar líða fer á bókina.“ Argóarflísin er því, samkvæmt Gauta,
létt paródía, skemmtilegt grín þó að alvaran sé ekki langt undan. Hann
rökstyður þó ekki með dæmum hvað hann á nákvæmlega við en líklega
er hann að vísa til persónu Valdimars sem hann kallar „fígúru“ og bendir
réttilega á að sé „byggð á raunverulegum heimildum … “ Gauti segist
ekki hafa skoðað þessar heimildir sjálfur en að honum virðist sem Sjóni
hafi tekist að fella þær „undir fagurfræðilegar kröfur“ verksins.7 Þegar
heimildir Sjóns eru hins vegar skoðaðar nánar kemur í ljós að hugtakið
paródía er nokkuð takmarkandi til þess að greina söguna. Sjón gerir gott
betur en að stæla persónu sína, Valdimar, hann innlimar hana nánast
óbreytta úr öðru verki. Því á hugtakið pastiche hugsanlega betur við og
þá sérstaklega eins og það kemur fyrir í skrifum Fredric Jameson þar sem
það hefur öðlast mikilvægan sess sem greiningartæki á póstmódernískan
skáldskap.8
II
Það er kannski hæpið að tala um stefnuskrá þegar póstmódernismi er
ræddur því að megineinkenni hans eru efasemdir um að eitt geti gilt fyrir
alla, en engu að síður er hægt að greina ákveðnar hugmyndir sem póst-
módernisminn heldur á lofti. Ástráður Eysteinsson dregur saman ein-
fortíðarþrá í argóarflís sjóns 485skírnir
6 Sjá t.d. skilgreiningar í Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Ritstj. Jakob Bene-
diktsson. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Mál og menning
1983, bls. 268. Þar er rætt um „ósjálfráða stælingu“ í tengslum við hugtakið past-
iche. Þá er átt við stælingu sem ungur og óreyndur höfundur notar óafvitandi
þegar hann „[hefur] orðið fyrir svo verulegum áhrifum frá öðrum höfundi að
stíll hans setur sinn svip á verkið.“
7 Gauti Kristmannsson: „Argóarflísin: Sjón“.
8 Fredric Jameson: Postmodernism, or, the Cultural Logic of Late Capitalism.
Durham: Duke 1991, bls. 16–19.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 485