Skírnir - 01.09.2006, Page 240
kenni póstmódernismans í fyrirlestri sem hann hélt á vegum Sagnfræð-
ingafélagsins árið 2000.9 Í stuttu máli má segja að hið algilda víki fyrir
hinu afstæða, áherslan sé á hinu sértæka og hefðbundnar hugmyndir
trúarbragða og heimspeki dregnar í efa. Landamæri ólíkra greina mást út,
ný tímaskynjun breytir hinu hefðbundna „landakorti“ þannig að nýir
staðir verða til og há- og lágmenning renna saman. Þá fá minnihluta- og
jaðarhópar viðurkenningu á tilvist sinni og öðlast einhvers konar hlut-
deild í sögunni. Ástráður ræðir einnig þá söguhyggju og um leið það
söguleysi sem felst í vinnuaðferð póstmódernismans sem er óhræddur við
að nýta sér þau atriði sögunnar eða fortíðarinnar sem henta honum og
blanda þeim saman á þann hátt sem ekki hefur verið gert áður. Í greininni
„Mapping the Postmodern“ leggur Andreas Huyssen áherslu á að þrátt
fyrir alla þessa blöndun sé póstmódernísk listsköpun ekki „ruslakista“
eða hrærigrautur þangað sem öllu megi henda eins og oft er haldið fram,
heldur sé ólíkum formum, tímabilum og ýmiss konar menningu blandað
saman á meðvitaðan hátt.10
Fredric Jameson, prófessor í samanburðarbókmenntum og marxískur
samfélagsrýnir, setti fram hugmyndir sínar um einkenni póstmódernism-
ans á 9. áratugnum. Í stuttum fyrirlestri sem hann hélt árið 1983 ræddi
hann nokkur grundvallareinkenni á póstmódernískri listsköpun.11 Í fyrsta
lagi útskýrir Jameson þá breytingu sem verður á tímaskyni í listsköpun
póstmódernismans með hugtakinu skitsófrenía.12 Hugtakið byggir á
kenningu Jacques Lacan og skrifa hans um málvanda geðklofa. Sam-
kvæmt Lacan býr tíminn í tungumálinu þar sem tungumálið byggir á
sambandi táknmiða og táknmynda. Eitt af vandamálum geðklofans felst í
því að þegar rof verður á þessu sambandi brenglast tímaskynið. Eftir að
póstmódernisminn hefur leyst upp tímann, línulega frásögn, hefðbundna
tímabilaskiptingu er grundvallarstoðunum um leið kippt undan þeirri
söguskoðun sem stunduð hefur verið fram til þessa (upplýsingunni). Ef
línulegur tímaás er ekki lengur til staðar skapast möguleiki á því að láta
ólíka tíma mætast.13 Í Argóarflísinni er goðsögum stillt upp við hlið ná-
anna björk einarsdóttir486 skírnir
9 Ástráður Eysteinsson: „Hvað er í póstinum? Um eftirköst nútímans.“ Sjá:
http://www.hi.is/~mattsam/Kistan/postmodernismi/asti.htm [sótt 15.04.06].
10 Andreas Huyssen: „Mapping the Postmodern.“ Culture and Society. Con-
temporary Debates. Ritstj. Jeffrey C. Alexander og Steven Seidman. New York:
Cambridge 1990, bls. 355–375.
11 Fredric Jameson: „Postmodernism and Consumer Society.“ The Anti-Aesthet-
ic. Essays on Postmodern Culture. Ritstj. Hal Foster. Seattle: Bay Press 1983,
bls. 111–125.
12 Þar sem hugmyndir og kenningar Jameson hafa ekkert með sjúkdóminn að
gera kýs ég að íslenska orðið „schizophrenia“ fremur en að notast við nákvæma
þýðingu þess, þannig verður hugmynd Jameson nefnd skitsófrenía hér.
13 Sama, bls. 118–123.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 486