Skírnir - 01.09.2006, Page 243
reiðinni 1935.19 Aðeins örfá orð í ræðunni koma ekki úr ritgerð Matthías-
ar. Ef við skoðum eitt dæmi, tekið af handahófi, sést vel hvernig setningar
úr ritgerð Matthíasar eru innlimaðar beint í texta Argóarflísarinnar:
Við sjáum að orðið nákvæmar bætir við sig endingunni -lega og orðið
líkams- hefur verið fellt út í texta Argóarflísarinnar. Þá hafa orðin strand-
og eyja- skipt um sæti. Aðrar eru breytingarnar ekki.
Lokalínurnar í ræðu Valdimars eru annað lýsandi dæmi um það
hvernig bókin er unnin, en þeim er splæst saman héðan og þaðan úr rit-
gerð Matthíasar. Hér er birt niðurlagið úr ræðu Valdimars og til saman-
burðar málsgreinarnar eins og þær birtast í ritgerð Matthíasar (það sem er
eins, orðrétt, er undirstrikað en númerin gefa til kynna breytta uppröðun
setninganna):
fortíðarþrá í argóarflís sjóns 489skírnir
Það er að bera í bakkafullan lækinn
að fara að lýsa nákvæmlega hinum
stórkostlegu framförum hjá Norð-
urlandabúum á öllum sviðum.
Með aðdáun veita menn því at-
hygli, hve geysimiklum þrótti, þoli
og tápi þessir tiltölulega fáu eyja-
og strandbúar hafa verið gæddir
(Argóarflísin, bls. 74).
Það er að bera í bakkafullan lækinn
að fara að lýsa nákvæmar hinum
stórkostlegu framförum hjá Norð-
urlandabúum á öllum sviðum.
Með aðdáun veita menn því at-
hygli, hve geysimiklum líkams-
þrótti, þoli og tápi þessir tiltölulega
fáu strand- og eyjabúar hafa verið
gæddir (Eimreiðin, bls. 38–39).
19 Matthías Þórðarson: „Fiskveiðar og menning.“ Eimreiðin, 41. ár 1935, bls.
31–42 og bls. 200–209.
1. Lífið stafar frá hafinu og hafið
er sú lind sem lífið hlýtur að
nærast á.
2. Norðurlönd munu með hinu
fiskauðuga strandsævi halda
áfram að fóstra og þroska sterk-
byggðar kynslóðir, mannkyn-
inu til blessunar;
3. Norðurlönd hafa lagt geysimik-
inn skerf til heimsmenningar-
innar (bæði vegna kyngæða
sinna og að því er varðar upp-
götvanir — allt frá eimvélinni
og rafmagninu til flugvélarinnar
og útvarpsins);
3. … kynflokkur Norðurlanda hef-
ur náð að verða, og alt, sem hann
hefur lagt að mörkum til fram-
fara heimsmenningunni, (bæði
vegna hinna ágætu kyngæða og
að því, er snertir uppgötvanir —
allt frá eimvélinni og rafmagninu
til flugvélarinnar og útvarpsins
— … ) (Eimreiðin, bls. 202).
2. Norðurlönd munu með hinu
fiskauðuga strandsævi halda
áfram að fóstra og þroska sterk-
byggðar kynslóðir, mannkyninu
til blessunar.
4. Norðurlönd eru máttug —
máttur hafsins er gífurlegur.
Hafið er aflvaki Norðurlanda.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 489