Skírnir - 01.09.2006, Page 244
Eins og við sjáum þá er uppröðun málsgreinanna önnur, greinarmerkjum
hefur verið bætt við og orð felld úr fyrstu málsgreininni. Annars eru setn-
ingarnar eins.
Hér er áhugavert að staldra við og skoða ummæli höfundar Argóar-
flísarinnar, Sjóns, um höfundarrétt og eignarrétt á textum. En í samtali
bókmenntafræðinema við Sjón kom fram að hann gerir skýran greina-
mun á veruleika og skáldskap.20 Honum þykir sjálfsagt að ganga í sagna-
arf liðinna kynslóða; goðsögur, þjóðsögur og ævisögur eða önnur verk
sem eiga rætur að rekja til „raunveruleikans“ en honum finnst ekki í lagi
að taka frá öðrum rithöfundum eða að fræðimenn geri slíkt hið sama.
Þetta kom fram sem svar við spurningu um nýleg málaferli vegna ævisögu
Halldórs Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson.21 Samkvæmt
þessu mætti álykta sem svo að Hannes gerist sekur um ritstuld þegar hann
breytir skáldskap í ævisögu en Sjón er listamaður þegar hann breytir ævi-
sögu í skáldskap. Hér er ekki ætlunin að ræða lög um eignarétt á texta eða
þvíumlíkt, það er einungis áhugavert að velta fyrir sér ólíkri stöðu fræði-
og listamanna þegar kemur að textasmíð en þau mál verða skoðuð nánar
í síðasta kafla greinarinnar.
Það má segja að Argóarflísin sé í raun hefðbundin póstmódernísk
skáldsaga ef litið er til efnistaka og vinnuaðferðar. Ytri rammi sögunnar er
ferðalag Valdimars en innan ferðalagsins höfum við frásagnir annars stýri-
manns, Keneifs, af ævintýrum sínum um borð í skipinu Argó. Í sögunni
mætast persónur ólíkra tíma. Keneifur virðist vera einhvers konar yfir-
náttúruleg vera. Persónan er fengin að láni úr sögunni af Jason og gullna
reyfinu en einnig eru sjóferðasögur Hrafns Valdimarssonar, Ég sigli minn
sjó og Enn sigli ég sjóinn, hafðar til hliðsjónar við sköpun persónunnar.22
anna björk einarsdóttir490 skírnir
4. Norðurlönd eru máttug —
máttur hafsins er gífurlegur.
Hafið er aflvaki Norðurlanda!
(Argóarflísin, bls. 77)
1. Lífið stafar frá hafinu og hafið
er sú lind sem lífið hlýtur að
nærast á. (Eimreiðin, bls. 209).
20 Vorið 2006 heimsótti Sjón nemendur í almennri bókmenntafræði og ræddi við
þá um Argóarflísina. Hér er vitnað til ummæla hans í þeirri heimsókn. „Samtal
við Sjón.“ 30.03.06.
21 Sjá umfjöllun Helgu Kress um vinnubrögð Hannesar Hólmsteins: Helga Kress:
„Meðal annarra orða. Um aðferðafræði og vinnubrögð við ritun ævisögu Hall-
dórs Laxness. Fyrri hluti.“ Saga, 42. ár 2004, bls. 189–220.
22 Högni Torfason: Ég sigli minn sjó. Sjóferðasaga Hrafns Valdimarssonar. Reykja-
vík: Edda 1971. Gunnar M. Magnúss: Ennþá sigli ég sjóinn. Sjóferðasaga Hrafns
Valdimarsonar II. Reykjavík: Bókamiðstöðin 1981. Ég hef ekki rannsakað sjó-
ferðasögur Hrafns nákvæmlega en í fljótu bragði virðist Sjón nota sömu aðferð
við vinnslu á þeim texta. Sem dæmi má nefna fyrstu efnisgrein á bls. 34 í Argóar-
flísinni en sambærilegar málsgreinar er að finna á bls. 123 í Ég sigli minn sjó.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 490