Skírnir - 01.09.2006, Page 245
Við persónusköpun Keneifs er því einnig notuð pastiche-aðferðin en
honum er splæst saman úr bútum héðan og þaðan, úr „raunverulegum“
ævisögum sem og goðsögum. Kenning Jameson um póstmódernískan
skáldskap á vel við Argóarflísina þar sem hún blandar saman ólíkum
formum (þjóðsögum, goðsögum, ævisögum og sjóarasögum), ruglar í
tímanum og splæsir saman bútum héðan og þaðan úr öðrum skrifum og
sögum.
III
Hugmynd Fredric Jameson um að pastiche sé megineinkenni á póst-
módernískri listsköpun myndar grundvöll kenningar hans um nostalgí-
una eða fortíðarþrána sem að hans mati býr í allri listsköpun póstmódern-
ismans. Jameson segir að vegna þess að listsköpunin vinni alltaf úr fortíð-
inni, eða bútum úr henni, hvíli oft yfir henni þrá eftir fortíðinni. Þar sem
sagan er ekki lengur til, leitist fólk við að skapa sér sína eigin sögu í gegn-
um tímabila- og tískubreytingar en þar gegna hugmyndir um tíðaranda
og kynslóðir stóru hlutverki. Beitt er svipuðum aðferðum og hefðbund-
in sagnfræði gerir; horft til baka og ákveðin einkenni á tímabilinu dregin
fram og látin gilda fyrir allt og alla. Jameson tekur dæmi af 6. áratugnum
(„the fifties“) í Bandaríkjunum og telur upp þau einkenni sem orðið hafa
ofan á í þeirri söguskoðun og myndað hafa hugmyndina um það sem við
getum kallað „fiftís“. Í ljós kemur að einkennin eru ákveðnar staðal-
myndir af tímabilinu, í raun ákveðin túlkun á 6. áratugnum og ekki er víst
að fólk sem lifði áratuginn hafi endilega túlkað samtíma sinn á sama
hátt.23 Í áðurnefndum fyrirlestri ræddi Ástráður Eysteinsson þá sögu-
hyggju sem í raun felst í söguleysi póstmódernismans. Hann vitnar í
Fredric Jameson og ræðir sérstaklega ást póstmódernismans á hinu
almenna, eða eins og Jameson orðar það, á staðalmyndum og afþreying-
armenningu.24
Í greininni „Hvað er póstmódernismi?“ ræðir Ástráður Eysteinsson
einkenni nostalgíunnar.25 Hann bendir á að hún sé „undarleg blanda af
tregafullri hugsun um æsku eða týndan tíma (sem við höfum eða teljum
okkur hafa lifað) og löngun eftir framandi heimi, exótískri reynslu“.
Nostalgían geti birst sem þrá eftir bernskunni og raunar sé sögusvið
fortíðarþrá í argóarflís sjóns 491skírnir
23 Fredric Jameson: „Postmodernism and Consumer Society“, bls. 116–118. Post-
modernism, bls. 279–282.
24 Ástráður Eysteinsson: „Hvað er í póstinum? Um eftirköst nútímans.“ Fredric
Jameson: „Postmodernism and Consumer Society“, bls. 118. Postmodernism,
bls. 296.
25 Ástráður Eysteinsson: „Hvað er póstmódernismi? Hvernig er byggt á rústun-
um?“ Umbrot. Reykjavík: Háskólaútgáfan 1999, bls. 369–401.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 491