Skírnir - 01.09.2006, Page 251
LOFTUR GUTTORMSSON
Síðbúin eftirmæli um öldina átjándu
Saga Íslands 8.
Samin að tilhlutan Þjóðhátíðarnefndar 1974.
Ritstjóri: Sigurður Líndal; aðstoðarritstjóri: Magnús Lyngdal Magnússon.
Hið íslenzka bókmenntafélag, Sögufélag, 2006.
Að liðnum þremur áratugum frá útkomu 1. bindis Sögu Íslands hefur
útgáfan nú loks tekið fjörkipp. Á síðustu fjórum árum hafa komið út
þrjú bindi af þeim alls átta sem litið hafa dagsins ljós fram að þessu. Þeg-
ar verst gegndi liðu þrettán ár milli útkomu binda í þessari opinberu
þjóðarsögu. Það þarf óneitanlega mikið langlundargeð til þess að una
slíkum seinagangi í bókaútgáfu, ekki síst af hálfu höfunda sem ráðnir
voru til verks þegar við upphaf útgáfu. Af útgáfutíðni almennra yfirlits-
verka hjá grannþjóðum okkar, Dönum og Norðmönnum, má marka að
þær telja lágmark að sjá borgurunum fyrir nýrri útgáfu af þjóðarsögunni
á tíu ára fresti.
Þetta áttunda bindi skiptist í þrjá hluta sem jafnmargir höfundar hafa
samið: Lýður Björnsson sagnfræðingur, Guðbjörn Sigurmundsson bók-
menntafræðingur og Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur. Lýður á hér
bróðurpartinn, almenna hlutann sem nefnist „18. öldin“ (1–289); Guð-
björn samdi kaflann „Bókmenntir á upplýsingaröld 1750–1840“
(293–358) og Þóra kaflann „Listir og handverk á 18. öld“ (361–386).
Ljóst er að hlutar Guðbjörns og Þóru hafa orðið til við eðlilegar að-
stæður í þeim skilningi að þeir voru samdir á árunum 2001–2005. Öðru
máli gegnir um hluta Lýðs. Í formála ritstjóra kemur fram að drög voru
samin að honum árið 1975! Var þá miðað við fimm binda útgáfu. Þegar
ljóst varð nokkrum árum síðar, að sögn ritstjóra, að „sagan yrði mun um-
fangsmeira verk … endurskoðaði Lýður skrif sín að ósk ritstjóra og lengdi
nokkurn veginn í það horf sem hér birtist“. Liðu nú enn tíu ár og endur-
skoðaði höfundur þá texta sinn með fulltingi Aðalgeirs Kristjánssonar
skjalavarðar. „Loks fóru ritstjóri og aðstoðarritstjóri yfir textann á árun-
um 2004–2005 í samráði við höfund“ eins og segir í formála.
Sem vænta má setur hin einstæða fæðingarsaga þessa hluta bindisins
mark sitt á útkomuna svo sem nánar verður vikið að hér á eftir. Hinar
óvenjulegu aðstæður setja líka umsagnarmann í sérstakan vanda sem
tengist einkum þeim langa tíma sem verk Lýðs hefur orðið til á. Þegar
staðið er að útgáfu, eins og lýst er í formálanum, verður óljósara en ella
Skírnir, 180. ár (haust 2006)
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 497