Skírnir - 01.09.2006, Page 252
hver ber nákvæmlega ábyrgð á hverju í textanum. Þetta er skylt að hafa í
huga við mat á hinum almenna hluta þessa bindis.
Hér á eftir verður aðallega fjallað um almenna hlutann, hluta Lýðs,
sem nemur um ¾ alls bindisins og skiptist í fimm meginkafla; síðan verð-
ur vikið stuttlega að hinum tveimur hlutum bindisins.
Uppbygging og túlkun
Tímabilaskipting er meðal snúnustu úrlausnarefna í almennri sagnritun.
Hér afmarkast „18. öldin“ við tímabilið frá 1695 — „þegar komnar voru
til framkvæmdar þær breytingar á stjórnsýslu sem fylgdu einveldisskipan-
inni 1662“ eins og segir í formála ritstjóra — til 1795 þegar höfðingjar
landsins lýstu óánægju með verslunarkjör í Almennu bænaskránni. Ljóst
er að ritstjóri (og höfundur?) hafa ekki verið sannfærðir um réttmæti eða
þýðingu þessara skila því að sagt er, réttilega, að bænaskráin marki „ekki
skil í sjálfu sér …“ (203). Að mínum dómi hefði verið röklegra og hrein-
legra að fylgja hefðinni, taka mark á aldamótunum þegar stofnanir gamla
stjórnarfarsins voru af lagðar, Alþingi 1798 og Hólastóll 1801. Ankanna-
legt er þannig að fjallað skuli um „síðustu ár Hólastóls“ (237–238) án þess
að endalok hans séu rakin. Svipað má segja um Alþingi: hinn veiki grunn-
ur umræddrar tímabilaskiptingar lýsir sér í orðalaginu „ … örlög þess [Al-
þingis] réðust ekki fyrr en eftir lok tímabilsins 1695–1795 (sjá Sögu Íslands
IX).“
Höfundur hefur brugðið á það ráð að gefa í fyrsta meginkaflanum,
sem nefnist „Öld hnignunar og viðreisnar. Almennt yfirlit“, heildaryfirlit
yfir ýmsa þætti, svo sem stjórnarhætti, stjórnsýslu, árferði, atvinnuvegi
og mannfjöldaþróun. Þetta sýnist vel til fundið. Að öðru leyti er efnisleg
umfjöllun helguð atburðasögu sem skipt er í þrjá meginkafla, svonefnda:
1) „Framförum miðar hægt 1695–1741“, 2) „Upplýsing og Innréttingar
1741–1783“, 3) „Frá Skaftáreldum til Almennu bænarskrárinnar
1783–1795“. Síðasti meginkaflinn er mjög stuttur, „Eftirmæli 18. aldar“.
Höfundur bendir á að skiptingin falli „í meginatriðum saman við helstu
vörður á vegi upplýsingarinnar í Danmörku …“ (7). Þótt Skaftáreldar
tengist ekki „hallarbyltingunni 1784“ í Danmörku öðruvísi en sem hrein
tilviljun í tíma, má vel sætta sig við þau skil sem atburðasögu tímabilsins
eru hér mörkuð. Aftur á móti er órökrétt að fella kaflann „Lifnaðarhætt-
ir“ (258–261) inn í atburðasöguna (síðasta tímabilið 1783–1795); lifnaðar-
hættir eru sannarlega fremur efni í langtíma- en skammtímasögu.
Annað almennt atriði varðar tengsl Íslandssögu og sögu Danaveldis
að öðru leyti. Bersýnilegt er að höfundur hefur verið sér meðvitaður um
hve þýðingarmikið er í almennri sagnritun af þessum toga að draga þessi
tengsl fram í dagsljósið. Þegar á heildina er litið má fullyrða að þessi út-
gáfa af átjándu aldar sögu landsins er fjarri því eins sjálfhverf (eða þjóð-
loftur guttormsson498 skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 498