Skírnir - 01.09.2006, Page 253
læg) og sú sem birtist fyrir einum 60 árum í Sögu Íslendinga, 6. og 7.
bindi, eftir Pál Eggert Ólason og Þorkel Jóhannesson. Hér er mikill mun-
ur á sem vænta mátti. Þannig er verslunarsaga tímabilsins sett í mun nán-
ara samhengi við þróun mála í Danmörku í þessu riti en gerðist í verkum
þeirra Páls Eggerts og Þorkels. Rannsóknir Gísla Gunnarssonar o.fl. hafa
hér komið að haldi. En í sumum öðrum tilvikum skilar viðleitnin til að
hverfa frá hinni gömlu söguskoðun sér ekki nema til hálfs. Dæmi um
þetta er umfjöllun um heittrúarstefnuna og sendiför Harboes. Gefið er í
skyn að Jón Árnason biskup hafi árið 1737 átt hugmynd að stofnun
barnaskóla en í reynd höfðu yfirvöld í Danmörku tveimur árum áður
kallað eftir skýrslu frá biskupi um barnaskólahald í landinu (sem þá var
alls ekki til að dreifa). Og í lýsingu á aðdraganda að sendiför Harboes er
Jón Þorkelsson, settur aðstoðarmaður hans, sýndur sem allt að því jafn-
mikilvæg söguleg persóna og Harboe. Fullyrt er — þótt ósannað sé — að
kvartanir hans hafi valdið miklu um þá ákvörðum stjórnvalda að senda
Harboe út af örkinni (sjá bls. 118). Aftur á móti er tekið af skarið um að
stórbætt lestrarkunnátta á 18. öld eigi „þó einkum rót að rekja til alþjóð-
legrar stefnu sem stjórnendur Danmerkur höfðu hrifist af“ (122).
Upplýsingaröld var gróskutími „prójektmakara“ — opinberra áætlana
um eflingu landsins gagna og kannana á þeim. Umfjöllun Lýðs ber þetta
með sér sem vænta má, kannski meira en góðu hófi gegnir. Mikið rými fer
í að rekja markmið stjórnvalda eins og þau birtast í tilskipunum og öðrum
stjórnvaldsgerðum (sbr. bls. 118–121 og 184–186) en minna vill fara fyrir
lýsingu á því sem gerðist í reynd. En ýmsir kaflar eru ágætlega heppnaðir,
ekki síst þar sem höfundur nýtir sér eigin frumrannsóknir. Hér má nefna
t.d. „Heimdraga hleypt“ (113–116), „Innréttingarnar nýju“ (128–138),
„Refsilöggjöf breytt“ (173–177), „Enn um nýjungar í atvinnumálum“
(192–196), „Móðuharðindin“ og „Viðbrögð hér og erlendis“ (208–227) og
„Reykjavíkurhverfi“ (250–257). Mjög áhugaverð er t.d. frásögnin af stöðu
tukthúslima í hegningarhúsinu á Arnarhóli (sem nú hýsir forsætisráðu-
neytið), samskiptum þeirra innbyrðis og við bæjarbúa og af bæjarbrag í
Reykjavík í upphafi 19. aldar. Lýður hefur þannig berlega auga fyrir hvers-
dagslegum þáttum mannlífsins. Yfirleitt leynir sér ekki að hag- og verslun-
arsaga eru honum hugstæðari viðfangsefni en hugmyndasaga enda hefur
hann lagt mesta rækt við hina fyrrnefndu. Því er vonlegt að honum lætur
ólíkt betur að gera grein fyrir hagsögulegum þáttum en hugmyndasögu-
legum. Þótt einn meginkafla þessa hluta bindisins sé kenndur við upplýs-
inguna (109 o.áfr.), fær lesandinn næsta óljósa hugmynd um eðli hennar
sem almennrar hugmyndastefnu. Lýður samsamar sig fyrirvaralaust fram-
farahyggju upplýsingarinnar þannig að hún birtist í frásögninni sem beinn
forleikur að framfarasögu 19. aldar, en slík túlkun er síður en svo sjálfgef-
in.
síðbúin eftirmæli 499skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 499