Skírnir - 01.09.2006, Side 263
Frá Heimkynnum villieplanna til Hröðuvatna
Fyrsta verkið, From Cheektowaga to Tonawanda, sem Steina kaus
að skilja frá hinum, eflaust vegna þess að það var tekið utandyra
og litað með aðstoð litgreinis — Dual Colorizer — lýsir tilbreyt-
ingasnauðu ferðalagi á fimmtán kílómetra kafla hraðbrautar milli
tveggja samnefndra úthverfa Buffaloborgar. Með tækjabúnaði sín-
um tekst Steinu þó að breyta þeysireiðinni eftir margreina malbik-
inu í merkilega íhugun um hraða, tíma og síendurtekið afturhvarf.
Ljóðrænn titill verksins, sem gæti verið úr rómantískum fórum
Edgars Allan Poe, minnir áhorfendur á það að fyrir daga hrað-
brautarinnar var þetta spillta land biks og eimyrju kjörlendur am-
erískra frumbyggja. Cheektowaga þýðir Staðurinn þar sem villi-
eplin vaxa, á máli Iroquois-indiána, en Tonawanda merkir Hröðu-
vötn á sama máli, enda er hraðbrautin sú hin sama og liggur frá
Buffalo til Niagarafljótsins og vatnsfalla þess.
Þýski bókmenntarýnirinn Walter Benjamin hefði eflaust ekki
verið lengi að setja skáldlega merkingu örnefnisins Cheektowaga í
samband við paradísarmissi; brottrekstur frá staðnum þar sem
villieplin — skilningstréð — vaxa. Við skiljum ekki lengur merk-
ingu heitisins — fyrir okkur er það marklaust babl eftir tvístrun
tungunnar — né sjáum við áru staðarins eftir að hafa verið reknir
út á gaddinn. Þrældómurinn utan aldingarðsins krefur okkur um
eyðileggingu staðhátta með steinsteypu og hraða, sem útilokar að
við nemum staðar til að njóta skuldbindingalaust útgeislunar ör-
nefna og staðhátta. — Í upphafi var orðið; en nú er svo komið að
Cheektowaga, sértækt og óskiljanlegt, er hið eina sem eftir stend-
ur þegar allt er breytt og öllu eytt sem það stóð fyrir. Eftir fallið
er orðið ekki lengur alfa heldur omega, og búið að glata áþreifan-
leikanum sem áður léði því merkingu.1
Með því að steypa saman restinni af myndböndunum, sem
upprunalega heyrðu til Machine Vision, og stytta þau niður í við-
ráðanlega tímalengd varð til tetralógían, eða fjórleikurinn Orbital
vélarsýn og þráhyggja 509skírnir
1 Irving Wohlfarth, „On Some Jewish Motifs in Benjamin“, í Andrew Benjamin,
ritstj., The Problems of Modernity, London og New York, 1989, bls. 159–161.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 509