Skírnir - 01.09.2006, Qupperneq 264
Obsession, árið 1977. Að vísu má segja að lokahlutinn, Snowed
Tapes, frá 1977, sé í nokkurs konar skötulíki, enda viðurkennir
Steina fúslega að hún hafi aldrei lokið fyllilega við þetta merkilega
verk, sem betur en flest önnur lýsa eigindum vélbúnaðarins í
Machine Vision og því hvernig listaverk getur hreinlega tekið
völdin af höfundi sínum. Ólíkt From Cheektowaga to
Tonawanda, þar sem merkingin er öll fólgin í dulúðugum og ljóð-
rænum titlinum — formbrjóturinn frægi, Marcel Duchamp, hélt
því fram að titillinn væri mikilvægasti hluti listaverks — er það at-
höfnin sjálf, dansinn kringum gullkálfinn, eða öllu heldur
göngutúr Steinu umhverfis upptökuvélina, sem stendur á þrífæti í
miðju vinnustofunnar og snýst á hringlaga palli.
Vitnað í Shakespeare
Að vísu má ekki gleyma að heiti tveggja fyrstu verkanna, Signify-
ing Nothing og Sound and Fury, upphaflega frá 1975, eru beinar
tilvitnanir í Makbeð Shakespeares:
Life’s but a walking shadow, a poor player
That struts and frets his hour upon the stage
And then is heard no more. It is a tale
Told by an idiot , full of sound and fury,
Signifying nothing.2
Sljór farandskuggi er lífið, leikari
sem fremur kæki á fjölunum um stund
og þegir upp frá því, stutt lygasaga
þulin af vitfirringi, haldlaust geip,
óráð, sem merkir ekkert. 3
Vissulega mætti heimfæra orð Shakespeares upp á bæði verkin,
sem við fyrstu kynni virka grá og guggin, svo litlaus sem þau eru.
halldór björn runólfsson510 skírnir
2 G.L. Kittredge, ritstj., The Complete Works of William Shakespeare, Grolier,
New York, 1936, bls. 1142.
3 William Shakespeare Leikrit, í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, III bindi, Mál og
menning, Almenna bókafélagið, 1984, bls. 430
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 510