Skírnir - 01.09.2006, Page 266
röðum verður fullkomlega framandi og ekki er lengur ljóst hvort
utandyra er dagur eða nótt. Allt virðist á hverfanda hveli líkt og
sólmyrkvi eða urðarmáni hefði lagt undir sig vinnustofuna.
Sírenusöngvar
Í miðri ringulreiðinni er það ómur frá hinum sérkennilega hæga
kafla úr fyrsta strengjakvartett Beethovens númer 7, ópus 59 —
kenndur við Rasumovsky fursta, sem var liðtækur fiðluleikari og
sendiherra Rússa í Vínarborg 1808–15 — sem virkar sem haldreipi
í framandlegu umhverfinu. Hið sefandi, ofurlanga Adagio molto e
mesto, dregur úr fullkomnum ókunnugleik sjónarspilsins.
Nokkrum árum fyrr hafnaði breski kvikmyndaleikstjórinn
Stanley Kubrick sérsaminni tónlist Alex North fyrir myndina
2001: A Space Odyssey og valdi í staðinn klassískar tónsmíðar eftir
Khatsjatúrjan, Johann og Richard Strauss, að viðbættum Ungverj-
anum György Ligeti, hugsanlega með það fyrir augum að draga úr
óbærilegum framandleik kvikmyndarinnar. Svo merkilega vill til
að framvindan í verki Steinu virðist að mestu leyti hafa verið
hendingu háð, þar sem hún ráfar um tæknivætt sviðið líkt og David
Bowman, söguhetja Kubricks, án þess að hafa fulla stjórn á vélum
sínum. Í sjónvarpskynningu á starfi þeirra Steinu og Woody
Vasulka kom greinilega í ljós að höfundurinn flæktist inn í verk
sitt fyrir hreina tilviljun og breytti því í gjörning með athæfi sínu.4
Machine Vision og Orbital Obsession eru margslungin verk
með víðtæka skírskotun. Sögulega séð vísa þau til verka þar sem
reynt er að víkka sjónarhorn áhorfandans með því að margfalda
fyrir hann myndrýmið, líkt og Velázquez gerði upp úr miðri
sautjándu öldinni með Hirðmeyjunum — Las Meninas — þar sem
halldór björn runólfsson512 skírnir
4 Vasulka Video, Buffalo, WNED, 1978. Í þessari kynningu lýsir Steina fyrir
Woody, sem er utansviðs, hvað fyrir sér vaki og hvert sé inntakið í list sinni.
Woody spyr Steinu hvað þvælingur hennar innan um vélarnar eigi að þýða. Hún
svarar með merkilegum — strúktúralískum — orðaleik: „I wanted to serve the
machines — (by adding to their scope) — but ended by being observed by
them.“ Woody bendir henni á þá staðreynd að verkið hljóti að skoðast sem
gjörningur fremur en innsetning eftir innkomu hennar og Steina gengst við þeirri
endurskilgreiningu.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 512