Skírnir - 01.09.2006, Page 267
augnaráð persónanna í
málverkinu og speglun
annarra, sem standa
utan við það, stækka
rýmið langt út fyrir
ramma verksins svo
áhorfandanum finnst
sem hann taki með ein-
hverjum hætti þátt í
hljóðri samræðu fólks-
ins sem þar er að finna.
Hafði ekki Pachero,
hinn aldni lærifaðir
málarans í Sevilla, kvatt hann með þeirri áminningu að málverk
yrðu að komast út úr rammanum?5
Dekkri hliðin á verkum Steinu vísar einnig sögulega til Panopt-
icons — Alsjár — enska heimspekingsins og lögspekingsins Jer-
emy Bentham, föður nytjahyggjunnar, sem hannaði fangelsi með
fullkomnum eftirlitsturni. Á því er enginn vafi að Steina hafði með
hugmyndum sínum um Machine Vision og Allvision mikil áhrif á
yngri kynslóðir myndbandslistamanna, einkum þeirra sem gerðu
hvers konar eftirlitstækni að megininntaki listar sinnar. Franski
heimspekingurinn Michel Foucault álasaði Bentham fyrir að ýta
undir þá þróun að menn gerðust eigin andlegir fangaverðir við það
að uppgötva hve þýðingarlaust það er að reyna að sleppa undan
alvökulu auga vaktmanna og eftirlitstækja þeirra.6
Steina verður þó seint sökuð um að ganga erinda vaktkera af skóla
Benthams. Framgöngu hennar í Signifying Nothing og Sound and
Fury má fremur líkja við boð í ferðalag — sannkallaða Ódysseifs-
för — þar sem eðlisávísunin ein bjargar ferðalanginum frá glötun.
Innkoma hennar í eigið verk, þar sem vélarnar vaka yfir hverju
vélarsýn og þráhyggja 513skírnir
5 Michel Foucault, Les mots et les choses. Une archéologie des sciences humaines,
París, 1966, bls. 24.
6 Michel Foucault, Surveiller et punir. Naissance de la prison, Paris, 1975, bls.
201–202 og 218–219.
Woody og Steina vinna að Allvision í rann-
sóknarstofu sinni í Buffalo.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 513