Jökull - 01.01.2012, Page 16
S. Steinþórsson
vötn á Íslandi (1938). Ritgerðasafn þetta var gefið út
sérprentað 1943 undir heitinu Vatnajökull. Scientific
Results of the Swedish-Icelandic Investigations 1936-
37-38, 306 blaðsíðna bók. Ennfremur birti Sigurð-
ur árið 1940 yfirlitsgrein sem mikið var vitnað í, um
rúmmál og hopun jökla um allan heim og breytingar á
sjávarstöðu vegna þess.
Eftir Vatnajökulsrannsóknirnar á 4. áratugnum
liðu næstum tíu ár þar til Sigurður sté fæti á jökulinn
aftur, í ágústmánuði 1946. Sá leiðangur, sem Stein-
þór Sigurðsson stýrði og notaði vélsleða í fyrsta sinn á
Vatnajökli, beindist einkum að Grímsvötnum, en vet-
urinn áður hafði Sigurður kannað heimildir um eldgos
í Vatnajökli og jökulhlaup tengd þeim. Meðal annars
var mæld stærð þess svæðis sem hallar inn að Gríms-
vatnalægðinni og ákoman innan þess. Þremur áratug-
um síðar (1974) birti Sigurður árangur þeirra rann-
sókna sem þarna hófust, í bókinni Vötnin stríð. Saga
Skeiðarárhlaupa og Grímsvatnagosa.
Árið 1952 flutti Sigurður erindi um Grímsvötn í
Breska jöklarannsóknafélaginu í Cambridge þar sem
hann skýrði óumdeilt samband eldgosa og jökul-
hlaupa með nýjum hætti. Þá trúðu flestir kenningu
Danans Níelsar Nielsen – að ísbráðnun í Grímsvötn-
um af völdum gossins valdi hlaupi – en Sigurður sýndi
með gildum rökum fram á hið gagnstæða: þrýstiléttir
í öskjunni vegna hlaupsins getur komið gosi af stað.
Þetta líkan, sem upphaflega var byggt á rannsóknum
hans á hlaupum úr jökulstífluðum lónum, er nú al-
mennt talið gilda um þau eldgos innan Grímsvatna-
öskjunnar sem fylgja jökulhlaupum.
Sigurður birti um dagana 30 vísindagreinar um
jöklafræði auk fyrrnefndrar bókar um Grímsvötn,
30 smærri greinar tengdar jöklum og jöklaferðum
og 24 blaða- og tímaritagreinar fyrir almenning.
Hann var forseti Jöklarannsóknafélagsins frá 1969 til
dauðadags, stjórnaði frá árinu 1953 flestum árlegum
leiðöngrum þess á Vatnajökul, og skrifaði mikið í
tímarit félagsins, Jökul.
Þjórsárdalur 1939
Sumarið 1939 tók Sigurður þátt í uppgreftri norrænna
fornleifafræðinga í Þjórsárdal. Daninn Aage Roussell
og Kristján Eldjárn fóru fyrir uppgreftri á Stöng en
Matthías Þórðarson stýrði verkinu á Skeljastöðum þar
sem 66 beinagrindur voru grafnar upp úr kirkjugarð-
inum og rannsakaðar af Jóni Steffensen læknaprófess-
or. Rústirnar voru sýnilega grafnar undir þykku lagi af
ljósum vikri og hlutverk Sigurðar var að ákvarða ald-
ur hans og þar með eyðingar dalsins. Niðurstaða hans
var sú að askan væri úr Heklugosinu 1300 sem er vel
lýst í annálum: ferlegt gos sem dreifði ösku yfir Mið-
Norðurland milli Vatnsskarðs og Öxarfjarðarheiðar en
glóandi vikur brenndi þök af bænum í Næfurholti,
18 km í burtu. Byggt á þessum lýsingum höfðu þeir
Sigurður og Hákon Bjarnason tengt efra ljósa lagið á
Norðurlandi við H 1300 í Geografisk Tidsskrift 1940.
Slíkt eldgos hlyti að hafa skilið eftir sig þykkan og
grófan vikur í Þjórsárdal, 18 km norðan við Heklu, og
árið 1939 hafði Sigurður ekki fundið í dalnum neina
gosösku sem samrýmst gæti lýsingum á 1300-gosinu
aðra en þá sem lá ofan á byggðarústunum.
Ýmsir urðu til að véfengja þær niðurstöður Sig-
urðar að Þjórsárdalur hefði eyðst af völdum eldgoss
árið 1300, þvert á móti bentu rök til þess að dalur-
inn hefði eyðst í hallæri kringum 1050. Margir bæir
höfðu verið í Þjórsárdal þannig að á 300 árum hefðu
fleiri en 66 verið grafnir í Skeljastaðakirkjugarði frá
kristnitöku árið 1000. Sigurður lét ekki sannfærast og
benti á að á liðnum árum hefði óþekktur fjöldi beina-
grinda verið fjarlægður úr kirkjugarðinum, sem var að
blása upp.
Heklugosið 1947–1948 varð íslenskum jarðvís-
indamönnum mjög lærdómsríkt. Sigurður veitti því
athygli að þrátt fyrir öfluga upphafshrinu myndaðist
lítið af ljósum vikri. Jafnframt var vikurinn kísil-
snauðari en ljósu lögin á Norðurlandi og í Þjórsár-
dal, 62% SiO2 samanborið við 67%. Þetta vakti þá
hugmynd að stóru kísilríku lögin marki upphaf nýrrar
eldgosahrinu en síðari gos hrinunnar verði ævinlega
smærri og kísilsnauðari. Einnig varð ljóst að mestur
hluti gjóskunnar kemur upp á stuttum tíma í byrjun
gossins og myndar því mjóan gjóskugeira hið næsta
eldstöðinni. Af þeim sökum má ekki hafa langt milli
öskulagasniða kringum eldstöðina ef tengja á lögin
réttum gosum af öryggi. Með þetta í huga hóf Sig-
urður það verk, sem ásamt öðru tók hann mörg sumur,
að mæla upp öskulagasnið kringum Heklu. Þá kom í
ljós að dökkt lag sem hann hafði merkt sem H 1693
í Þjórsárdalsrannsókninni 1939 var í raun H 1300, en
14 JÖKULL No. 62, 2012