Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.01.2012, Qupperneq 16

Jökull - 01.01.2012, Qupperneq 16
S. Steinþórsson vötn á Íslandi (1938). Ritgerðasafn þetta var gefið út sérprentað 1943 undir heitinu Vatnajökull. Scientific Results of the Swedish-Icelandic Investigations 1936- 37-38, 306 blaðsíðna bók. Ennfremur birti Sigurð- ur árið 1940 yfirlitsgrein sem mikið var vitnað í, um rúmmál og hopun jökla um allan heim og breytingar á sjávarstöðu vegna þess. Eftir Vatnajökulsrannsóknirnar á 4. áratugnum liðu næstum tíu ár þar til Sigurður sté fæti á jökulinn aftur, í ágústmánuði 1946. Sá leiðangur, sem Stein- þór Sigurðsson stýrði og notaði vélsleða í fyrsta sinn á Vatnajökli, beindist einkum að Grímsvötnum, en vet- urinn áður hafði Sigurður kannað heimildir um eldgos í Vatnajökli og jökulhlaup tengd þeim. Meðal annars var mæld stærð þess svæðis sem hallar inn að Gríms- vatnalægðinni og ákoman innan þess. Þremur áratug- um síðar (1974) birti Sigurður árangur þeirra rann- sókna sem þarna hófust, í bókinni Vötnin stríð. Saga Skeiðarárhlaupa og Grímsvatnagosa. Árið 1952 flutti Sigurður erindi um Grímsvötn í Breska jöklarannsóknafélaginu í Cambridge þar sem hann skýrði óumdeilt samband eldgosa og jökul- hlaupa með nýjum hætti. Þá trúðu flestir kenningu Danans Níelsar Nielsen – að ísbráðnun í Grímsvötn- um af völdum gossins valdi hlaupi – en Sigurður sýndi með gildum rökum fram á hið gagnstæða: þrýstiléttir í öskjunni vegna hlaupsins getur komið gosi af stað. Þetta líkan, sem upphaflega var byggt á rannsóknum hans á hlaupum úr jökulstífluðum lónum, er nú al- mennt talið gilda um þau eldgos innan Grímsvatna- öskjunnar sem fylgja jökulhlaupum. Sigurður birti um dagana 30 vísindagreinar um jöklafræði auk fyrrnefndrar bókar um Grímsvötn, 30 smærri greinar tengdar jöklum og jöklaferðum og 24 blaða- og tímaritagreinar fyrir almenning. Hann var forseti Jöklarannsóknafélagsins frá 1969 til dauðadags, stjórnaði frá árinu 1953 flestum árlegum leiðöngrum þess á Vatnajökul, og skrifaði mikið í tímarit félagsins, Jökul. Þjórsárdalur 1939 Sumarið 1939 tók Sigurður þátt í uppgreftri norrænna fornleifafræðinga í Þjórsárdal. Daninn Aage Roussell og Kristján Eldjárn fóru fyrir uppgreftri á Stöng en Matthías Þórðarson stýrði verkinu á Skeljastöðum þar sem 66 beinagrindur voru grafnar upp úr kirkjugarð- inum og rannsakaðar af Jóni Steffensen læknaprófess- or. Rústirnar voru sýnilega grafnar undir þykku lagi af ljósum vikri og hlutverk Sigurðar var að ákvarða ald- ur hans og þar með eyðingar dalsins. Niðurstaða hans var sú að askan væri úr Heklugosinu 1300 sem er vel lýst í annálum: ferlegt gos sem dreifði ösku yfir Mið- Norðurland milli Vatnsskarðs og Öxarfjarðarheiðar en glóandi vikur brenndi þök af bænum í Næfurholti, 18 km í burtu. Byggt á þessum lýsingum höfðu þeir Sigurður og Hákon Bjarnason tengt efra ljósa lagið á Norðurlandi við H 1300 í Geografisk Tidsskrift 1940. Slíkt eldgos hlyti að hafa skilið eftir sig þykkan og grófan vikur í Þjórsárdal, 18 km norðan við Heklu, og árið 1939 hafði Sigurður ekki fundið í dalnum neina gosösku sem samrýmst gæti lýsingum á 1300-gosinu aðra en þá sem lá ofan á byggðarústunum. Ýmsir urðu til að véfengja þær niðurstöður Sig- urðar að Þjórsárdalur hefði eyðst af völdum eldgoss árið 1300, þvert á móti bentu rök til þess að dalur- inn hefði eyðst í hallæri kringum 1050. Margir bæir höfðu verið í Þjórsárdal þannig að á 300 árum hefðu fleiri en 66 verið grafnir í Skeljastaðakirkjugarði frá kristnitöku árið 1000. Sigurður lét ekki sannfærast og benti á að á liðnum árum hefði óþekktur fjöldi beina- grinda verið fjarlægður úr kirkjugarðinum, sem var að blása upp. Heklugosið 1947–1948 varð íslenskum jarðvís- indamönnum mjög lærdómsríkt. Sigurður veitti því athygli að þrátt fyrir öfluga upphafshrinu myndaðist lítið af ljósum vikri. Jafnframt var vikurinn kísil- snauðari en ljósu lögin á Norðurlandi og í Þjórsár- dal, 62% SiO2 samanborið við 67%. Þetta vakti þá hugmynd að stóru kísilríku lögin marki upphaf nýrrar eldgosahrinu en síðari gos hrinunnar verði ævinlega smærri og kísilsnauðari. Einnig varð ljóst að mestur hluti gjóskunnar kemur upp á stuttum tíma í byrjun gossins og myndar því mjóan gjóskugeira hið næsta eldstöðinni. Af þeim sökum má ekki hafa langt milli öskulagasniða kringum eldstöðina ef tengja á lögin réttum gosum af öryggi. Með þetta í huga hóf Sig- urður það verk, sem ásamt öðru tók hann mörg sumur, að mæla upp öskulagasnið kringum Heklu. Þá kom í ljós að dökkt lag sem hann hafði merkt sem H 1693 í Þjórsárdalsrannsókninni 1939 var í raun H 1300, en 14 JÖKULL No. 62, 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.