Jökull


Jökull - 01.01.2012, Síða 17

Jökull - 01.01.2012, Síða 17
Sigurður Þórarinsson (1912–1983) meginás gjóskugeirans lá nokkru austan við Stöng. Í ljósi þess hve sérstætt að stærð og efnasamsetningu ljósa lagið í Þjórsárdal og á Norðurlandi er, hlaut það að tengjast þeim stað í annálum þar sem stuttlega seg- ir fyrir árið 1104: „Elds uppkoma hin fyrsta í Heklu- felli.“ Í grein í Þjóðviljanum 1949, „Sitt af hverju um sumarrannsóknir,“ lýsti Sigurður ártalið 1104 vera hið rétta fyrir aldur Þjórsárdalsvikursins. Gátan um beinagrindurnar 66 leystist ekki fyrr en 15 árum síðar þegar Sigurður komst að því að íslensk- ur mannfræðinemi, Eiður Kvaran, hefði grafið upp um 30 beinagrindur á Skeljastöðum árið 1935 og haft með sér til Þýskalands. Þar með var tala beinagrinda full- orðinna í kirkjugarðinum orðin nær 100, sem sam- kvæmt útreikningum Jóns Steffensen svaraði til þess að byggðin hefði farið í eyði kringum aldamótin 1100. Tefrokronologiska studier på Island Ófriðurinn sem hófst 1939 olli því að Sigurður „lok- aðist inni“ í Svíþjóð. Þá urðu að engu áform hans um framhald rannsóknanna í Þjórsárdal 1939 næstu tvö sumrin sem beinast skyldu að landfræðilegri þró- un Íslands eftir ísöld, og einkum breytingum á lofts- lagi og gróðurfari á fyrstu öldum byggðar í landinu. Í staðinn sneri hann sér að heimildarannsóknum sem urðu mikilvægur þáttur í doktorsritgerð hans 1944. Ís- lenskar heimildir var fyrst og fremst að finna í Kaup- mannahöfn og af fræðimönnum, sem við handritin voru að fást, lærði hann að nota þau og meta sann- gildi þeirra. Einnig kom menntaskólakunnátta hans í latínu, og nokkur grískuþekking, að góðum notum. Í Meteorologica eftir Aristoteles fann hann orðið tefra yfir eldfjallaösku, í lýsingu á eldgosi á eynni Vulcano. Orðið tefra var síðar þýtt með nýyrðinu gjóska. Doktorsritgerð Sigurðar, Tefrokronologiska stud- ier på Island, sem hann varði við háskólann í Stokk- hólmi 1944, skiptist í tvo meginhluta. Í hinum fyrri er lýst gjóskulagarannsóknum fram til 1939, með sér- stakri áherslu á vinnuna í Þjórsárdal. Þar er gerð grein fyrir öskusniðum, rituðum heimildum, efnasam- setningu ýmissa öskulaga og samanburði við ljósbrot þeirra, og einnig er lýst ítarlega Öskjugosinu 1875, öskulaginu, veðurfari o. s. frv., sem velþekktu líkani til samanburðar við hin eldri öskulög. Má segja að Sigurður noti þarna við rannsóknina nær allar þær að- ferðir sem enn eru notaðar í gjóskulagafræði aðrar en kornastærðagreiningu og efnamælingar með örgreini. Síðarnefnda aðferðin kom ekki fram fyrr en áratugum seinna, en í ritgerðinni leggur Sigurður til að mat á kornastærð gosmalar sé staðlað á sama hátt og tekið hafði verið upp við lýsingu á seti. Einnig tók hann upp stöðluð myndtákn á gjóskulagasniðum sínum fyr- ir hinar ýmsu gerðir og kornastærðir gjósku. Síðari hluti ritgerðarinnar er meira í ætt við upp- haflega áætlun Sigurðar að kanna umhverfisáhrif land- náms og búsetu Íslendinga í landi sínu. Þar er lýst frjókornasniðum frá Skallakoti og Stöng í Þjórsárdal og í báðum koma fram skörp skil í gróðurfari rétt of- an við lagið VIIa+b, sem nú kallast „landnámslag- ið“ og féll samkvæmt aldursgreiningu í jökulkjarna á Grænlandi árið 871 (±2 ár). Birkifrjóum fækk- ar skyndilega en í staðinn fjölgar frjóum jurta sem tengjast búsetu manna: grastegunda, illgresis, byggs og e. t. v. hafra, mjaðarlyngs til ölgerðar, malurtar til lækninga. Í framhaldi af þessu kannaði Sigurður sögu kornræktar á Íslandi, út frá örnefnum og verslunar- skýrslum, og virtist honum að kornrækt hefði lagst af á Norður- og Austurlandi fyrir lok 12. aldar og dregið mjög úr henni í öðrum landshlutum á 13. og 14. öld. Hins vegar taldi hann að við sunnanverðan Faxaflóa hafi kornrækt verið stunduð til loka 16. aldar. Loks lýsti hann viðarkolalagi, 1–2 cm þykku, í snið- um sínum kringum rústir í Þjórsárdal og víðar. Lagið rakti hann til sviðningar landnámsmanna, sem þannig hefðu eytt birkikjarri kringum bæi sína til að bæta og auka graslendi. Yfirlit yfir sviðningu í Skandinavíu og á Bretlandaeyjum benti til þess að sú aðferð, sem hér var notuð á landsnámsöld og alveg lagðist af fyrir 1200, hafi á þeim tíma helst verið við lýði í austan- verðri Skandinavíu, Svíþjóð og Finnlandi. Þetta þótti styðja hugmyndir Barða Guðmundssonar um austur- norræna hlutdeild í landnámi Íslendinga. Þannig fjall- ar doktorsritgerð Sigurðar jöfnum höndum um eld- fjallafræði og Íslandssögu. Sagnfræðilegar niðurstöð- ur hennar birti hann síðan á íslensku í greinasafninu Skrafað og skrifað (1948), í ritgerðunum Frjólínurit- ið frá Skallakoti og Sviðning á Íslandi til forna. Með þeim lauk afskiptum hans af frjókornagreiningu, sem í upphafi áttu að vera megintilgangur mýrarannsókna hans hér undir áhrifum von Posts, og öskulögin áttu að styðja. Nú voru þau orðin tilgangur í sjálfum sér. JÖKULL No. 62, 2012 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.