Jökull


Jökull - 01.01.2012, Side 19

Jökull - 01.01.2012, Side 19
Sigurður Þórarinsson (1912–1983) hrauns í Vestmannaeyjum. Í ljósi þessa árangurs stakk Ahlmann upp á því að nýta mætti gjóskulög við könn- un á frostmyndunum í jarðvegi á Íslandi (1951) sem leiddi til frekari rannsókna á því sviði. Þetta Íslands- ævintýri Svíanna varð upphaf að árlegum ferðum nor- rænna jarð- og landfræðinga til Íslands sem hófust 1964 og var Sigurður aðalleiðsögumaður í þeim öll- um til dánardægurs. Jafnframt leiddi það óbeint til stofnunar Norrænu eldfjallastöðvarinnar í Reykjavík 1974. Kringum 1950 vann Sigurður talsvert við frum- rannsóknir vegna áætlana um virkjanir, þeirra á meðal í Laxá og Jökulsá á Fjöllum. Það leiddi til könnun- ar á jarðsögu Mývatnssvæðisins, sem hann átti eftir að skrifa um margar ritgerðir. Sömuleiðis beitti hann gjóskulögum til að rekja breytingar í farvegi Jökulsár og þróun gljúfursins. Áður en aldursgreining með geislakoli kom fram árið 1949 voru, eins og fyrr sagði, einu aðferðirn- ar til beinna („absólút“) aldursgreininga ungra jarð- myndana talningar hvarfleirs og trjáhringa. Við þetta vopnabúr bætti Sigurður gjóskutímatalinu, byggðu á rituðum heimildum. Árið 1954 birti hann grein um aldursgreiningu í jarðfræði, og ári síðar hafði hann látið geislakols-aldursgreina stóru forsögulegu Heklu- lögin þrjú, H3, H4 og H5 og þannig lengt jarðfræði- legt tímatal Íslands aftur í 7000 ár. Hlaup í Múlakvísl 1955 leiddi til þess að Sigurð- ur fór að kanna gossögu Kötlu og óteljandi gjósku- lög hennar, öll svört og að því er virtist ógreinan- leg hvert frá öðru. Loks tuttugu árum síðar, þegar aska frá Öræfajökulsgosinu 1362 hafði fundist á Kerl- ingardalsheiði og þannig tekist að tengja Kötlulögin gjóskutímatalinu, gat Sigurður skrifað greinina Katla og annáll Kötlugosa (1975). Sú ritgerð, og síðari vinna yngri manna á svæðinu, hefur styrkt mjög við rannsóknir í eldfjallafræði og fornleifafræði kringum eldstöðina. Árið 1956 birtust í Náttúrufræðingnum þrjár sam- stæðar greinar um fjörumóinn í Seltjörn á Seltjarnar- nesi, Sigurður skrifaði um gjóskulög í mónum, Þor- leifur Einarsson um frjókorn og Jón Jónsson um kís- ilþörunga. Færð voru að því rök að á síðustu 3000 ár- um hafi landsig í Reykjavík verið um 15 cm á öld að meðaltali. Og árið 1958 birtist 100 síðna ritgerð Sig- urðar um Öræfajökulsgosið 1362 sem lagði sveitina Litlahérað í Austur-Skaftafellssýslu í eyði um sinn. Rúmmál gjóskulagsins, sem þeir Sigurður og Hákon Bjarnason höfðu kortlagt á fjórða áratugnum og talið vera frá gosinu 1727, taldi Sigurður vera 10 rúmkíló- metra og gosið hið mesta frá landnámi Íslands. Þegar Sigurður hóf mýrarannsóknir sínar 1934 var einn megintilgangurinn að kanna sögu uppblásturs á Íslandi, og árið 1961 birti hann mikla ritgerð um það efni í Ársriti Skógræktarfélags Íslands. Þar eru ösku- lögin notuð til að mæla áfok, og þar með uppblástur jarðvegs síðan ísaldarjökla leysti. Í ljós kemur að jarð- vegsþykknun var næsta hæg og jöfn þar til skógeyðing og búfjárbeit hófst með landnámi (6. mynd). Á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var á Íslandi 1980, „Tephra Studies as a Tool in Quaternary Rese- arch,“ flutti Sigurður yfirlitsfyrirlestur um gjóskulög og notkun þeirra hér á landi. Þar lýsti hann níu rannsóknasviðum sem nýtt hefðu gjóskulagafræði þau 40 ár sem liðin voru frá því grein þeirra Hákonar Bjarnason birtist árið 1940: eldfjallafræði, fornleifa- fræði, saga gróðurfars út frá frjókornum, vatnsrof (t.d. Jökulsárgljúfur), vindrof (uppblástur), frostmyndan- ir í jarðvegi (t.d. frostsprungur), aldursákvörðun á jökulís (t.d. í borkjörnum), aldursgreining jökulgarða (framskrið og hop skriðjökla) og tenging íslenskra gjóskulaga við gjóskutímatal nálægra landa. Síðari rannsóknir í eldfjallafræði Sigurður Þórarinsson taldi að fimm ár að meðaltali hafi liðið milli eldgosa á Íslandi síðastliðnar þrjár ald- ir. Á 49 árum starfsævi hans, 1934 til 1983, var meðallengdin milli gosa heldur lengri, eða 5,4 ár. En Öskjugosið 1961 virðist marka upphaf goshrinu þannig að á 50 árum milli 1961 og 2011 hefur meðal- lengdin milli gosa verið 3,6 ár. Öskjugosið 1961 var annað eldgosið sem Sigurð- ur varð vitni að, eftir Heklu 1947–1948, og til dán- ardægurs hans í febrúar 1983 missti hann ekki af einu einasta gosi á Íslandi. Þótt Öskjugosið væri að hans mati „lítið og ómerkilegt“ í samanburði við Heklu 1947–1948 og Öskju 1875 fylgdist hann með því af áhuga, skrifaði um það í fræðirit og gaf út bók fyrir almenning. Sumarið 1967, þegar Askja varð jarðfræðilegur æfingavettvangur tilvonandi tunglfara JÖKULL No. 62, 2012 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.