Jökull - 01.01.2012, Qupperneq 19
Sigurður Þórarinsson (1912–1983)
hrauns í Vestmannaeyjum. Í ljósi þessa árangurs stakk
Ahlmann upp á því að nýta mætti gjóskulög við könn-
un á frostmyndunum í jarðvegi á Íslandi (1951) sem
leiddi til frekari rannsókna á því sviði. Þetta Íslands-
ævintýri Svíanna varð upphaf að árlegum ferðum nor-
rænna jarð- og landfræðinga til Íslands sem hófust
1964 og var Sigurður aðalleiðsögumaður í þeim öll-
um til dánardægurs. Jafnframt leiddi það óbeint til
stofnunar Norrænu eldfjallastöðvarinnar í Reykjavík
1974.
Kringum 1950 vann Sigurður talsvert við frum-
rannsóknir vegna áætlana um virkjanir, þeirra á meðal
í Laxá og Jökulsá á Fjöllum. Það leiddi til könnun-
ar á jarðsögu Mývatnssvæðisins, sem hann átti eftir
að skrifa um margar ritgerðir. Sömuleiðis beitti hann
gjóskulögum til að rekja breytingar í farvegi Jökulsár
og þróun gljúfursins.
Áður en aldursgreining með geislakoli kom fram
árið 1949 voru, eins og fyrr sagði, einu aðferðirn-
ar til beinna („absólút“) aldursgreininga ungra jarð-
myndana talningar hvarfleirs og trjáhringa. Við þetta
vopnabúr bætti Sigurður gjóskutímatalinu, byggðu á
rituðum heimildum. Árið 1954 birti hann grein um
aldursgreiningu í jarðfræði, og ári síðar hafði hann
látið geislakols-aldursgreina stóru forsögulegu Heklu-
lögin þrjú, H3, H4 og H5 og þannig lengt jarðfræði-
legt tímatal Íslands aftur í 7000 ár.
Hlaup í Múlakvísl 1955 leiddi til þess að Sigurð-
ur fór að kanna gossögu Kötlu og óteljandi gjósku-
lög hennar, öll svört og að því er virtist ógreinan-
leg hvert frá öðru. Loks tuttugu árum síðar, þegar
aska frá Öræfajökulsgosinu 1362 hafði fundist á Kerl-
ingardalsheiði og þannig tekist að tengja Kötlulögin
gjóskutímatalinu, gat Sigurður skrifað greinina Katla
og annáll Kötlugosa (1975). Sú ritgerð, og síðari
vinna yngri manna á svæðinu, hefur styrkt mjög við
rannsóknir í eldfjallafræði og fornleifafræði kringum
eldstöðina.
Árið 1956 birtust í Náttúrufræðingnum þrjár sam-
stæðar greinar um fjörumóinn í Seltjörn á Seltjarnar-
nesi, Sigurður skrifaði um gjóskulög í mónum, Þor-
leifur Einarsson um frjókorn og Jón Jónsson um kís-
ilþörunga. Færð voru að því rök að á síðustu 3000 ár-
um hafi landsig í Reykjavík verið um 15 cm á öld að
meðaltali. Og árið 1958 birtist 100 síðna ritgerð Sig-
urðar um Öræfajökulsgosið 1362 sem lagði sveitina
Litlahérað í Austur-Skaftafellssýslu í eyði um sinn.
Rúmmál gjóskulagsins, sem þeir Sigurður og Hákon
Bjarnason höfðu kortlagt á fjórða áratugnum og talið
vera frá gosinu 1727, taldi Sigurður vera 10 rúmkíló-
metra og gosið hið mesta frá landnámi Íslands.
Þegar Sigurður hóf mýrarannsóknir sínar 1934 var
einn megintilgangurinn að kanna sögu uppblásturs á
Íslandi, og árið 1961 birti hann mikla ritgerð um það
efni í Ársriti Skógræktarfélags Íslands. Þar eru ösku-
lögin notuð til að mæla áfok, og þar með uppblástur
jarðvegs síðan ísaldarjökla leysti. Í ljós kemur að jarð-
vegsþykknun var næsta hæg og jöfn þar til skógeyðing
og búfjárbeit hófst með landnámi (6. mynd).
Á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var á Íslandi
1980, „Tephra Studies as a Tool in Quaternary Rese-
arch,“ flutti Sigurður yfirlitsfyrirlestur um gjóskulög
og notkun þeirra hér á landi. Þar lýsti hann níu
rannsóknasviðum sem nýtt hefðu gjóskulagafræði þau
40 ár sem liðin voru frá því grein þeirra Hákonar
Bjarnason birtist árið 1940: eldfjallafræði, fornleifa-
fræði, saga gróðurfars út frá frjókornum, vatnsrof (t.d.
Jökulsárgljúfur), vindrof (uppblástur), frostmyndan-
ir í jarðvegi (t.d. frostsprungur), aldursákvörðun á
jökulís (t.d. í borkjörnum), aldursgreining jökulgarða
(framskrið og hop skriðjökla) og tenging íslenskra
gjóskulaga við gjóskutímatal nálægra landa.
Síðari rannsóknir í eldfjallafræði
Sigurður Þórarinsson taldi að fimm ár að meðaltali
hafi liðið milli eldgosa á Íslandi síðastliðnar þrjár ald-
ir. Á 49 árum starfsævi hans, 1934 til 1983, var
meðallengdin milli gosa heldur lengri, eða 5,4 ár.
En Öskjugosið 1961 virðist marka upphaf goshrinu
þannig að á 50 árum milli 1961 og 2011 hefur meðal-
lengdin milli gosa verið 3,6 ár.
Öskjugosið 1961 var annað eldgosið sem Sigurð-
ur varð vitni að, eftir Heklu 1947–1948, og til dán-
ardægurs hans í febrúar 1983 missti hann ekki af
einu einasta gosi á Íslandi. Þótt Öskjugosið væri
að hans mati „lítið og ómerkilegt“ í samanburði við
Heklu 1947–1948 og Öskju 1875 fylgdist hann með
því af áhuga, skrifaði um það í fræðirit og gaf út bók
fyrir almenning. Sumarið 1967, þegar Askja varð
jarðfræðilegur æfingavettvangur tilvonandi tunglfara
JÖKULL No. 62, 2012 17