Jökull


Jökull - 01.01.2012, Blaðsíða 190

Jökull - 01.01.2012, Blaðsíða 190
Halldór Ólafsson afmælisveislu okkar? Að loknum umræðum vegna þessa alvarlega máls var tekin sú ákvörðun að opna aðra flöskuna og kanna innihaldið. Létti mönnum mikið er í ljós kom að hún hafði að geyma ómeng- að vodka. En þar sem allir höfðu haft þörf fyrir að bragða á innihaldi flöskunnar var farið að lækka dálít- ið í henni og við þar með búnir að taka gleði okkar að nýju. Það var því ákveðið að bíða ekki hins opinbera afmælisdags, heldur slá upp veislu strax þetta kvöld. Er ekki að orðlengja það að við sátum í dýrðlegum fagnaði langt fram á nótt og rufum iðulega öræfa- kyrrðina með glaðværum söng svo undirtók í fjöllun- um. Þegar versin þraut í vasasöngbók sem Björn hafði undir höndum, tók Sigurður við og fór að kenna okk- ur ýmsa erlenda söngva sem hann kunni skil á. Með- al þess sem tröllin í Dyngjufjalladal fengu að heyra var enski drykkjusöngurinn „Come, landlord, fill the flowing bowl“. Féll hann svo vel í kramið hjá okkur að Sigurður snéri honum á íslensku þarna um nóttina og úr varð hinn velþekkti texti „Kom þjónn og fleytifyll vor glös“. Ýmislegt fleira var sett saman þessa nótt en fæst af því er birtingarhæft. Það voru auðvitað dálítið rykaðir menn sem tók- um upp tjöldin daginn eftir en þeir höfðu sig upp að lokum, enda góðviðri og ekki til setu boðið. Það var svo ekið suður fyrir Dyngjufjöll og þaðan austur fyrir þau sem leið lá inn í Öskjuop. Pétur Jónsson bóndi og hótelhaldari í Reynihlíð við Mývatn var einnig vegaverkstjóri í sinni sveit. Hann hafði nokkru fyrir eldgosið 1961 haft frum- kvæði að vegalagningu um Öskjuop að Öskjuvatni. Nú hafði hraunið frá eldstöðinni lokað þessum veg- slóða á móts við Svarthöfða, en það er stakt fjall í sunnanverðu Öskjuopi. Það var víst Pétur sem gaf fjallinu nafn þegar flokkur hans var þar við vega- lögnina. Fjallið er það bratt og skriðurunnið að hvíti vikurinn frá 1875 tollir illa í hlíðum þess og er því svarti liturinn áberandi í ljósri auðninni. Við tjölduð- um undir hlíðum Svarthöfða þar sem lengra varð ekki komist á bíl. Þarna var líka heppilegur tjaldstaður því lækur rann úr gili skammt austan hans. Þegar búið var að tjalda og við fengið okkur eitthvað í svanginn, héldum við gangandi til gíganna milli nýja hraunsins og suðurhlíða Öskjuops. Það sem helst vakti athygli okkar á leiðinni voru stórir helluhraunsflákar, greinilega undanhlaup frá grófu apalhrauni sem var mest áberandi. Meðan dval- ið var við eldstöðvarnar árið áður sáum við hvergi neitt sem kalla mætti helluhraun, nema þá í eldánni sjálfri við útfallið frá gígunum. Helluhraunið hefur líklega myndast er líða tók á gosið og fáir orðið vitni að því. Er við komum framhjá Rauðskegg, en það er rauðleit brött hraunbrík sem gengur út í Öskjuop, og upp úr brattri brekku undir miklum bergrisa sem hlot- ið hefur nafnið Biskup, blöstu við gígarnir frá gos- inu. Þessi tvö örnefni, Rauðskeggur og Biskup, munu einnig runnin undan rifjum Péturs í Reynihlíð. Að því er fengur þegar góð og myndrík nöfn koma í dags- ljósið. Víða á hálendinu hefur verið örnefnafátækt, einkum á þeim svæðum sem bændum er ekki brýn nauðsyn að heimsækja starfa sinna vegna. Þegar að gígunum kom byrjuðum við á að príla upp á móbergskollinn við austurenda gossprungunn- ar til að fá gott útsýni yfir eldstöðvarnar. Þótt ekki væri sólskin var háskýjað, og loft svo tært að vel sást til allra átta. Tilkomumikið var að sjá hvernig svart nýrunnið hraunið skar sig vel frá hvítri vikurbreið- unni austan Öskjuops. Þegar hraunið rann austur úr Öskjuopi yfir á vikrana haustið áður, kom einhverjum í hug að nefna það Vikrahraun og var því sjálfgefið að við gæfum gígaröðinni nafnið Vikraborgir. Á nokkr- um stöðum í hrauninu umhverfis gígana streymdi upp gufa er skildi eftir skrautlegar útfellingar sem gladdi augað og til að kóróna litadýrðina, glóði hraunið víða af brennisteinskís (pýríti). Áður en farið var til baka í tjaldstað, gengum við vestur eftir gossprungunni og reyndist hún um 500 metra löng og dýpt tveggja stærstu gíganna innan við 30 metrar. Daginn eftir var risið árla úr rekkju og strax að loknum morgunverði haldið á sömu slóðir því margt var þar að skoða. Eftir ýmiskonar athuganir og sýna- tökur gengum við suður með móbergshlíðinni í átt að Öskjuvatni. Þegar við komum að hvernum Hrekk reyndist hann kulnaður en Guðmundur sýndi okkur stórgrýtisdreifina sem fallið hafði umhverfis þá Tómas þegar sprengingin varð við myndun hans. Okkur varð þá ljóst að þeir félagar höfðu verið í mikilli hættu. 188 JÖKULL No. 62, 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.