Jökull - 01.01.2012, Page 193
Lítið eitt um hagyrðinginn Sigurð Þórarinsson
Sigurði Thoroddsen verkfræðingi og nafna hans
jarðfræðingnum var vel til vina, og þegar verkfræð-
ingurinn varð sextugur sendi jarðfræðingurinn honum
þessa vísu:
Lífið hratt fram hleypur með jag sitt og stress,
hlaup þau jarðfræðingar láta sig engu varða,
er aldurinn hækkar hugsa þeir aðeins til þess
hve hann er enn lágur á jarðsögumælikvarða.
Oft fékk ég vísu með jólakveðju frá Sigurði. Þessi
bæn hans fylgdi kveðjunni um jólin 1963 þar sem
hann velktist illa haldinn um borð í varðskipi að rann-
saka Surtseyjargosið sem hófst í nóvember það ár:
Bráðum hef ég hlotið nóg
Herra allsvaldandi,
gef mér ekki gos í sjó
en gos á þurru landi.
Með jólakveðju árið 1968, en það ár sá fyrir end-
ann á Surtseyjargosinu, fylgdi þessi vísa:
Fölna glóðir eyju elds
allar slóðir huldar fönnum;
á þó sjóð til ævikvelds,
enn frá góðum jöklamönnum.
Fljótlega eftir að Sigurður Þórarinsson kom heim
frá námi og störfum í Svíþjóð eftir stríð hóf hann
skipulagðar rannsóknir á öskulögum hér á landi
sem kunnugt er, og naut þá liðsinnis margra góðra
manna. Þeirra á meðal voru frændurnir Árni Stef-
ánsson bifvélavirki og Einar Sæmundsson er seinna
varð sápugerðarforstjóri og formaður Knattspyrnufé-
lags Reykjavíkur. Einhverju sinni áttu þeir þremenn-
ingar langa útivist á Jökuldalsheiði við rannsóknir og
könnun á útbreiðslu vikursins frá Öskjugosinu 1875.
Á þessum tíma og lengi síðan, voru haldnar fræg-
ar skemmtanir um verslunarmannahelgar í Hallorms-
staðaskógi. Ákváðu nú vinirnir að bregða sér í gleð-
skapinn og sletta dálítið úr klaufunum. Er þangað kom
gaf að líta margan fagran svanna, en einkum var það
ung stúlka frá Fáskrúðsfirði sem fangaði huga þeirra.
Hún var dökk á brún og brá og töldu þeir lagsbræður
vafalaust að hún ætti ættir að rekja suður til Frakk-
landsstranda og kölluðu hana Pompólu sín á milli. Er
nú ekki að orðlengja það, að þar sem þeir Árni og
Sigurður stóðu við danspallinn í Atlavík, sjá þeir á
eftir Einari hvar hann leiðir þá dökku brúneygu upp
með læknum og hverfa svo inn í kjarrið ofan víkur-
innar. Setti að þeim ónota grun við þá sýn og að sögn
Árna, var ekki laust við að trega gætti í rödd Sigurðar
er hann mælti fram þessa hringhendu:
Eru tólin Einars fóla
undir kjóla sækin,
á Pompólu er að spóla
upp á hól við lækinn.
Guðmundur Jónasson fjallabílstjóri var í vinahópi
Sigurðar og fékk hann oft að fljóta með í túristaferð-
um þess fyrrnefnda, er hann var að skoða og kanna
útbreiðslu gjóskulaga vítt og breitt um landið. Eitt-
hvert sinn voru þeir á ferð um Skagafjörð og bað Guð-
mundur þá Sigurð um að stinga vísu að Jónasi Jónas-
syni (Hofdala Jónasi), mæðiveikisgirðingarverði við
Grundarstokksbrú yfir Héraðsvötn, en hann hélt þar
til í litlum kofa. Og Sigurður lét ekki á sér standa:
Glöggt ber vitni getuleysi og fálmi
girðingin, því hennar eiginleiki
er; að vera illur farartálmi
öllu, nema garna- og mæðuveiki.
Sigurður ferðaðist einnig töluvert mikið með
Ferðafélagi Íslands enda einn af framámönnum þess
um langa hríð. Í einni af Kjalferðum félagsins var
kennarinn og hagyrðingurinn Hallgrímur Jónasson
fararstjóri. Flutu af vörum hans fjölmargar vísur í
upphafi ferðar en er á leið varð honum eitthvað „tregt
tungu að hræra.“ Sigurði, sem einnig var með í för,
varð þá að orði:
Mala kvarnir meistarans
mjög þó harðnar stritið.
Eru farnir andar hans
í þjóðvarnarritið?
Kynni okkar Sigurðar hófust þegar ég gekk í
Jöklarannsóknafélag Íslands um miðja síðustu öld og
þannig æxlaðist, að ég varð aðstoðarmaður hans um
nokkurra ára skeið. Á ferðalögum okkar féll það því
stundum í minn hlut að skrá hjá mér ljóð og vísur sem
til urðu við ýmis tækifæri. Einhverju sinni sváfum við
JÖKULL No. 62, 2011 191