Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.01.2012, Qupperneq 193

Jökull - 01.01.2012, Qupperneq 193
Lítið eitt um hagyrðinginn Sigurð Þórarinsson Sigurði Thoroddsen verkfræðingi og nafna hans jarðfræðingnum var vel til vina, og þegar verkfræð- ingurinn varð sextugur sendi jarðfræðingurinn honum þessa vísu: Lífið hratt fram hleypur með jag sitt og stress, hlaup þau jarðfræðingar láta sig engu varða, er aldurinn hækkar hugsa þeir aðeins til þess hve hann er enn lágur á jarðsögumælikvarða. Oft fékk ég vísu með jólakveðju frá Sigurði. Þessi bæn hans fylgdi kveðjunni um jólin 1963 þar sem hann velktist illa haldinn um borð í varðskipi að rann- saka Surtseyjargosið sem hófst í nóvember það ár: Bráðum hef ég hlotið nóg Herra allsvaldandi, gef mér ekki gos í sjó en gos á þurru landi. Með jólakveðju árið 1968, en það ár sá fyrir end- ann á Surtseyjargosinu, fylgdi þessi vísa: Fölna glóðir eyju elds allar slóðir huldar fönnum; á þó sjóð til ævikvelds, enn frá góðum jöklamönnum. Fljótlega eftir að Sigurður Þórarinsson kom heim frá námi og störfum í Svíþjóð eftir stríð hóf hann skipulagðar rannsóknir á öskulögum hér á landi sem kunnugt er, og naut þá liðsinnis margra góðra manna. Þeirra á meðal voru frændurnir Árni Stef- ánsson bifvélavirki og Einar Sæmundsson er seinna varð sápugerðarforstjóri og formaður Knattspyrnufé- lags Reykjavíkur. Einhverju sinni áttu þeir þremenn- ingar langa útivist á Jökuldalsheiði við rannsóknir og könnun á útbreiðslu vikursins frá Öskjugosinu 1875. Á þessum tíma og lengi síðan, voru haldnar fræg- ar skemmtanir um verslunarmannahelgar í Hallorms- staðaskógi. Ákváðu nú vinirnir að bregða sér í gleð- skapinn og sletta dálítið úr klaufunum. Er þangað kom gaf að líta margan fagran svanna, en einkum var það ung stúlka frá Fáskrúðsfirði sem fangaði huga þeirra. Hún var dökk á brún og brá og töldu þeir lagsbræður vafalaust að hún ætti ættir að rekja suður til Frakk- landsstranda og kölluðu hana Pompólu sín á milli. Er nú ekki að orðlengja það, að þar sem þeir Árni og Sigurður stóðu við danspallinn í Atlavík, sjá þeir á eftir Einari hvar hann leiðir þá dökku brúneygu upp með læknum og hverfa svo inn í kjarrið ofan víkur- innar. Setti að þeim ónota grun við þá sýn og að sögn Árna, var ekki laust við að trega gætti í rödd Sigurðar er hann mælti fram þessa hringhendu: Eru tólin Einars fóla undir kjóla sækin, á Pompólu er að spóla upp á hól við lækinn. Guðmundur Jónasson fjallabílstjóri var í vinahópi Sigurðar og fékk hann oft að fljóta með í túristaferð- um þess fyrrnefnda, er hann var að skoða og kanna útbreiðslu gjóskulaga vítt og breitt um landið. Eitt- hvert sinn voru þeir á ferð um Skagafjörð og bað Guð- mundur þá Sigurð um að stinga vísu að Jónasi Jónas- syni (Hofdala Jónasi), mæðiveikisgirðingarverði við Grundarstokksbrú yfir Héraðsvötn, en hann hélt þar til í litlum kofa. Og Sigurður lét ekki á sér standa: Glöggt ber vitni getuleysi og fálmi girðingin, því hennar eiginleiki er; að vera illur farartálmi öllu, nema garna- og mæðuveiki. Sigurður ferðaðist einnig töluvert mikið með Ferðafélagi Íslands enda einn af framámönnum þess um langa hríð. Í einni af Kjalferðum félagsins var kennarinn og hagyrðingurinn Hallgrímur Jónasson fararstjóri. Flutu af vörum hans fjölmargar vísur í upphafi ferðar en er á leið varð honum eitthvað „tregt tungu að hræra.“ Sigurði, sem einnig var með í för, varð þá að orði: Mala kvarnir meistarans mjög þó harðnar stritið. Eru farnir andar hans í þjóðvarnarritið? Kynni okkar Sigurðar hófust þegar ég gekk í Jöklarannsóknafélag Íslands um miðja síðustu öld og þannig æxlaðist, að ég varð aðstoðarmaður hans um nokkurra ára skeið. Á ferðalögum okkar féll það því stundum í minn hlut að skrá hjá mér ljóð og vísur sem til urðu við ýmis tækifæri. Einhverju sinni sváfum við JÖKULL No. 62, 2011 191
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.