Jökull


Jökull - 01.01.2012, Side 195

Jökull - 01.01.2012, Side 195
Society report Sigurður Þórarinsson, skemmtilegi ljúflingurinn Elín Pálmadóttir Grandavegi 47, 107 Reykjavík, epa@mbl.is Dýrmætt var fyrir blaðamann að eiga Sigurð Þórarins- son jarðfræðing að þegar einhver ósköp fóru að ger- ast og jörðin að spúa eldi einhvers staðar á hálend- inu, undir jökli eða úti á rúmsjó. Alltaf kemur út blað næsta morgun – eftir fáa klukkutíma- og þar vilja les- endur fá að vita nákvæmlega hvað er að gerast, hvað hafi gerst og hvað muni gerast. Hrædd er ég um að oft hefði orðið fátt um svör á fyrstu dögum hamfaranna, ef við hefðum ekki haft tiltækan þennan ljúfling, sem á mestu annastundum lífs síns taldi ekki eftir sér að svara þolinmóður spurningum fávísra um þau efni. Eitthvað á þessa leið varð mér einhvern tíma að orði, spurð um samskiptin við dr. Sigurð. Og bætti við að það sem meira væri, alltaf virtist hann átta sig á stundinni og á þeim tíma fágætara, að vera óhrædd- ur við að segja álit sitt án vangaveltna um að einhver kynni að setja út á það þegar meira kæmi í ljós og bet- ur hægt að greina og átta sig. Hefðum við átt að bíða eftir „hávísindalegum niðurstöðum“ sem nær alltaf hafa reynst í samræmi við fyrstu skoðun Sigurðar, þá hefðum við kannski sagt frá því ári eftir að Surtseyj- argosið hófst að nú væri ljóst að eldgos hefði orðið við Vestmannaeyjar, því menn hefðu fundið þarna heila nýja eyju. Ljúfmennska er einmitt rétta orðið til að lýsa Sig- urði Þórarinssyni, við hvaða aðstæður sem var og hvar sem var. Má bæta við orðsporinu „skemmtilegur ljúf- lingur“. Eftir að dr. Sigurður kom heim frá námi voru ekki sóttir peningar í sjóði til kannana og rannsókna, þótt góð rök væru uppi höfð. Það hindraði Sigurð ekki fremur en annað í aðalþætti ævistarfs hans, gjóskulag- arannsóknum. Sigurður var á næstu árum að syngja sig í ferðum um landið til að komast í öskulög í að- skiljanlegum börðum hér og þar. Hafði gjarnan orð á þörfinni við félaga sína í Jöklarannsóknafélaginu, sem óðara söfnuðu liði í kostaða skemmtiferð á stað- inn. Allir vildu ólmir fara með þessum skemmtilega manni, sem fræddi og hélt uppi gítarspili og söng og fékk svo hjálp við að grafa í valin börð á kvöldin. Raunar hafði orðsporið af þeim orðsnjalla vísna- söngvara flogið á undan honum heim til Íslands með vinsæla ljóðinu „mikið lifandis skelfing og ósköp er gaman að vera svolítið hífaður“ sem hann gerði í hópi íslenskra stúdenta í Svíþjóð. Og hann stóð vel undir nafni þegar hann kom heim 1945, beint í að kenna okkur í tveimur efstu bekkjum MR náttúru- fræði. Hann varð óðara í miklu uppáhaldi þessara unglinga. Ekki fór þó hátt fyrr en löngu seinna fyrrnefndur kjarkur, með fregn af því er hann á stríðsárunum sótti og smyglaði mikilvægu herforingjaráðskortunum sem innlyksa voru í Geodætisk Institut í Danmörku, fram hjá nasistum yfir til Svíþjóðar, meðan breski herinn hugðist verja Íslendinga án þess að hafa nokkur kort af stórum hluta landsins, enda lífshættulegur háski. Dr. Sigurður var ekki mikill fyrir mann að sjá, lág- vaxinn og rýr, en einstök einbeitni í öllu því sem hann hafði hug á virðist hafa verið honum eðlislæg frá upp- hafi. Einhvern tíma sagði hann frá því er hann ungur drengur í smalamennsku austur í Vopnafirði var lát- inn bíða einn við munnann á refagreni ef skolli skyldi þar vera og hann hugsaði: hvað get ég gert svona lítill og væskilslegur ef skolli kemur út. En ekki hvikaði drengurinn af verðinum. Þessu æðruleysi átti ég sannarlega eftir að kynn- ast þegar ég blaðamaðurinn þurfti að gæta þess vand- lega að fylgja Sigurði fast eftir, vera alltaf á hælum hans í eldgosum eða stórhlaupum í ám og jöklum, til að tína af hans vörum alla fróðleiksmola fyrir lesend- ur. Því fylgdi að skríða á eftir honum á fjórum fót- JÖKULL No. 62, 2011 193
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.