Jökull - 01.01.2012, Page 196
Elín Pálmadóttir
Sigurður við Leirhnúk í desember 1975. – S. Thorarinsson and the December 1975 Leirhnúkur eruption site.
um upp glerhála ísaða fjallshlíð við Öskju, elta hann í
grjótregni í gosi í Surtsey og gegnum sjóbað við land-
töku, skrölta í lausu lofti í lítilli flugvél yfir Heklu í
fyrstu gosstrókum o.s.frv. og aldrei efast um að þannig
fengju lesendur Morgunblaðsins bestu og öruggustu
fréttir af hamförunum.
Það var nefnilega eitt mitt mesta lán í lífinu að fá
sem blaðamaður að upplifa öll eldgosin á síðari hluta
20. aldarinnar frá fyrstu stundu, bókstaflega horfa á
jörðina vera að fæðast. Ísland gerði mér nefnilega
þann greiða að taka einmitt aftur að spúa títt eldi upp
úr miðri öldinni eftir aðeins eitt stórgos, Kötlugosið,
á fyrri hluta sömu aldar. Og það var einmitt er dr.
Sigurður Þórarinsson var að flytjast heim eftir námið
í Svíþjóð og ég komst í kompaní með þessum hæfasta
manni á vettvangi frá upphafi hamfaranna.
Þegar Hekla byrjaði 1947 sýndu Pálmi Hannesson
rektor og kennarinn okkar dr. Sigurður þá einstöku
hugulsemi um leið og þeir ruku af stað að sjá til þess
að við 5. bekkingar tækjum rútubíl á fyrsta morgni
og ækjum á útsýnisstaðinn í Þjórsárdalinn, því aldrei
væri að vita hvort okkur auðnaðist nokkurn tíma að
sjá upphaf annars goss um ævina. En því fór fjarri.
Gosin héldu áfram alla öldina og enn fram á þessa.
En þetta er dæmi um hugulsemina. Maður hefði hald-
ið að hann hefði um annað að hugsa þennan morgun.
Og hann gaf sér tíma til að hringja í mig á leið út á
flugvöll þegar gos hófst úti á sjó við Vestmanneyjar.
Og miklu oftar.
Þannig var dr. Sigurður jafn við alla í umgengni.
Þó hann hefði orð fyrir að vera utan við sig, sem voru
engar ýkjur, þá gleymdi hann ekki því sem honum
fannst einhvers virði og tók tillit til annarra. Oft var
hann með reku í hönd og þegar hann vildi ná forvitni-
legu sýni lagði hann allt annað frá sér, og við sem elt-
um hann vissum hvað til okkar friðar heyrði og tíndum
upp flíkur, vettlinga og annað. Einhverju sinni hafði
kona hans tekið til þess ráðs að setja vettlingana í taug
um hálsinn á honum, eins og gert er við krakka. En
ekki leið á löngu þar til sá útbúnaður var skilinn eft-
ir á næstu þúfu. Oft var hlegið að þessu og enginn
taldi eftir sér að reyna að tína upp hlutina hans. Öllum
þótti vænt um Sigurð og öllum þótti fengur að fá að
vera með honum.
194 JÖKULL No. 62, 2011