Jökull - 01.01.2012, Page 197
Hoffellsjökull skríður austan frá Breiðubungu og ísaskilum að Eyjabakkajökli og Goðahnúkum. Frá hájöklinum fer
jökullinn af skálarlaga svæði í þröngan daljökul, sem fellur í ísfossi milli Hoffellsnúpa og Gæsaheiðar; 300 m á 4 km
leið um 2 km breitt op. Jökulskerið Nýju-Núpar klýfur ísstrauminn, sem rennur síðan aftur saman neðan þess og ber
með sér urðarrana að jökuljaðri við Gjátanga. Sunnan þrengslanna breiðir jökullinn úr sér og skríður niður á láglendi.
Hann fellur með Hoffellsjökli að austan og leggst upp að Efstafellsnesi og Geitafelli og endar í lóni við jökulsporð í 40 m
hæð yfir sjó. Vatn er nú beggja vegna og framan við tunguna. Áður náði jökullinn svo langt fram, að hann klofnaði um
Svínafellsfjall, og fékk vesturhlutinn nafnið Svínafellsjökull. Svínafellsjökull lá þá fram í lón, sem nú er að mestu laust
frá jöklinum, vestan við Öldutanga, norður úr Svínafellsfjalli. Mesti útbreiðslu náði jökullinn um 1890. Laust fyrir miðja
19. öld hafði austurjaðar jökulsins lagst svo þétt að Hoffellsfjöllum, að hann stíflaði þar gil. Vatn fékk ekki framrás, en
safnaðist saman í lón, sem síðan hljóp úr niður á Hoffellssand. Þessi hlaup eyddu þar mjög löndum. Nyrst var Múlavatn,
Gjávatn nokkru framar og Efstafellsvatn syðst. Hlaupin voru árviss, síðla sumars, en urðu stærri þegar jökulstíflan þykknaði
og vatnsborð varð að rísa hærra til að þrengja sér undir hana. Undan austurtungu Hoffellsjökuls koma Austurfljót. Haustið
2006, skömmu eftir að ljósmyndin var tekin, hvarf vatn úr Austurfljótum. Allt afrennsli frá Hoffellsjökli hefur síðan
farið um skarð norðarlega í Öldutanga yfir í Suðurfljót. Sænsk-íslenski leiðangurinn til Vatnajökuls 1936–1938 fór upp
Hoffellsjökul. Með í för var stúdentinn Sigurður Þórarinsson (1912–1983). – View to NW over Hoffellsjökull, a SE outlet
of the Vatnajökull ice cap. Moraines flanking the mountain Svínafellsfjall (in front) mark maximum extent of the glacier
terminus during the Little Ice Age (LIA), ∼1890. The western branch (Svínafellsjökull) has since retreated ∼4 km, but the
eastern branch only a few hundred metres. During the mid-19th century, and a few decades into the 20th, the Hoffellsjökull
glacier dammed several canyons along the Hoffellsfjöll mountain range at its eastern margin. The marginal lakes drained
annually, late summer, in floods (jökulhlaups) which destroyed large areas of cultivated land, enlarging the alluvial plains.
The 1936–1938 Swedish-Icelandic glaciological expedition to Vatnajökull traversed Hoffellsjökull. Sigurður Thorarinsson
(1912–1983) was among the participants. Texti:/Text. Helgi Björnsson. Photo:/Ljósm. Snævarr Guðmundsson, 17. ágúst
2006.
JÖKULL No. 62, 2012 195