Breiðfirðingur - 01.04.1944, Síða 9
BREIÐFIRÐINGUR
7
Ólafur var þjóðhagasmiður og allra manna nýtnastur
um efni. Yarð honum allt nýtilegt að einhverju, eins og
titt er um þrifnaðarmenn. Nú er það eitt sinn, að Ólafur
kemur úr kaupstað og hefur flutt lieim milda vöru. Þeg-
ar .hann hefur ráðstafað vörunni, setur hann drengi sina
nokkra til þess að slá sundur vörukassa, flokka fjalirnar
eftir lengdum og draga úr þeim nagla. Skyldi nota þetta
allt siðar við smíðar. Nú her Ólaf þar að litlu síðar og
stendur þá svo á, að dreng ferst verkið klaufalega og hef-
ur klofið kassafjöl. Ólafi verður mikið um og segir, að
ekki sé von til þess að hann komist nokkuð áfram, þegar
allt sé eyðilagt og „fordjarfað“ í liöndum sér. Rétt í þeim
svifum kemur annar drengur hans æpandi og hlaupandi
og segir, að þrjátíu ær séu að flæða á skeri. „Hvað þýðir
að vera að æpa þetta og orga, barn,“ segir Ólafur. „Er
ekki nær að fara og snúa sér að þvi að bjarga!“ og snar-
ast í hát sinn. Saga þessi lýsir Ólafi vel, ákafamanninum
og iiamhleypunni. Hann gat þusað um smámuni en tók
stórum hörmum og válegum tíðindum með óhifanlegri
stillingu, skjótræði og þreki.
Ólafur var allra manna greiðviknastur, en kappsmað-
ur um störf. Eitt sinn var það á slætti i bliðu veðri, að
mig har að í Látrum um miðjan dag. Yar ég að koma úr
löngu ferðalagi og lék mér mjög hugur á að komast
þegar heim í Flatey. Ólafur var að láta flytja heim hey
úr úteyjum og liafði til þess vélbát með heybát stóran í
logi. Mér var að vanda tekið af mestu gestrisni og gekk
Ólafur með mér til bæjar til þess að drekka kaffi. Á með-
an ég var að drekka, orða ég það við Ólaf, að hann láti
skjóta mér út í Flatey. Ólafur tók dræmt í það og kvað
mér ekkert liggja á fyrr en á morgun. Lék lionum, sein
von var, mestur hugur á að bjarga heyjum sínum. Eg
sótti mitt mál þéttingsfast og urðu engin svör fengin
um það hil er kaffidrykkjunni var lokið. Gengum við nú
ofan að hæjarvörinni og stóð þar falleg skekta í flæðar-
máli, er Ólafur átti. Ég vildi ekki láta mig með öllu og