Breiðfirðingur - 01.04.1944, Qupperneq 16
14
BREXÐFIRÐINGUR
HVAMMUR í HVAMMSSVEIT
Eftir séra ÁSGEIR ÁSGEIRSSON, fyrrv. prófast
Dalasýsla mun að flatarmáli vera önnur minnsta sýsla
þessa lands, en mun þó eiga tiltölulega fleiri merka sögu-
staði en nokkur önnur, bæði frá landnámsöld, söguöld,
Sturlungaöld og síðari öldum. Þar velja sér bústað bæði
göfgasti landnámsmaðurinn, Geirmundur heljarskinn og
göfgasta landnámskonan, Auður djúpúðga, einliver hin
allrakynsælasta kona þessa lands fyr og siðar. Þar gerist
ein af merkustu fornsögum vorum, Laxdæla og margir
þættir úr öðrum, svo sem Eyrbyggju, Njálu o. fl. Þar
liefst sú ætt til vegs og valda, sem Sturlungaöldin er við
kennd og Sturlungar búa í Hvammi, Sauðafelli og Staðar-
hóli. Þar gerist örlagaríkasti viðburðurinn í siðbótar-
sögu landsins, handtaka Jóns biskups Arasonar og sona
lians á Sauðafelli. Þar er stórbýlið Skarð á Skarðsströnd,
sem fræðimenn telja að setið liafi verið af sömu ættinni
óslitið frá landnámstíð og var liin valdamesta og ríkasta
ætt landsins um langt skeið.
Þótt Breiðafjörður allur, frá Skor til Öndverðarness, feli
marga stórmerka staði i faðmi sínum frá fyrri og siðari
tímum, þá er þó sögurikust sú byggðin, sem liggur fyrir
botni fjarðarins, Dalirnir. Þar liafa merkustu viðburðirn-
ir gerzt. Þar bafa flestar söguhetjurnar búið og þar er
fjöldi örnefna, sem minna á sögulega atburði. Þegar
Breiðfirðingafélagið hefst nú handa um, að ætla nokkurt
rúm i timariti sinu sögustöðunum innan Breiðafjarðar,
þá verður að teljast eðlilegt, að byrjað sé á höfuðstöðv-
um sögulegra minninga í Dölunum. Þá er það ekld síður
eðlilegt, að Hvammur verði þar fyrstur fyrir valinu. Hann
er máske elzta byggt ból í Dölum og kemur oftar og
meira við sögu en margir aðrir merkisstaðir.
Auð'ur djúpúðgá kom út bingað frá Suðureyjum um